Vangaveltur á Spáni og í norðanverðri Afríku 28. maí 2006 00:01 Mér var nokkur vandi á höndum þegar ég settist við tölvuna mína og fór að velta fyrir mér efni þessa pistils. Reglan er sú að pistlinum þarf að skila til blaðsins snemma á laugardagsmorgni. Laugardagurinn er kjördagur og ég hugsaði með mér, hvað er hægt að tala um daginn eftir kosningar annað en úrslit kosninganna? Í því liggur vandinn og sama hvað ég reyni að vera gáfulegur á svipin, þá kemst ég ekki fram hjá þeirri staðreynd að ég hef ekki hugmynd um hvernig kosningarnar munu fara. Ég ræddi þetta við einn vin minn og spurði hann hvað væri til ráða. Hann sagðist hafa verið að lesa bók með þeim merka titli "Vatnsveitur á Spáni og í Norður-Afríku" og þar sem ég hefði nú einu sinni skrifað um vatn væri alveg tilvalið að skrifa aftur um það efni og nú með hliðsjón af þessari ágætu bók. Ég þakkaði honum kurteisislega fyrir og hugsaði með mér að sá skyldi nú fá frá mér ruglað ráð, þegar hann kæmi næst til mín í líkum erindargjörðum. Ákvað síðan að skrifa um kosningarnar. Dagur meirihlutaviðræðnaDagurinn eftir kosningar er ekki síður mikilvægur en kjördagur. Um allt land eru kjörnir fulltrúar okkar að vakna og ekki allir alveg jafn kátir eftir nóttina eins og gengur og gerist. Ég man eftir að hafa hitt undir morgun í síðustu sveitastjórnarkosningum frambjóðanda sem söng hástöfum, með æðisgengið blik í auga: Ég er í hreppsnefnd-inni, ég er í hreppsnefnd-inni, o.s.frv.En núna er sem sagt runninn upp dagur meirihlutaviðræðna. Auðvitað vonar maður að það séu allir hressir þegar sest er niður og byrjað er að semja. Rekstur sveitafélaganna er alltaf að verða flóknari og flóknari og fyrir okkur borgarana skiptir miklu að vel sé haldið á málum.Kjósendur verða að skattgreiðendumÉg hef oft hugleitt það af hverju loforð eru flokkuð niður í kosningaloforð og önnur loforð. Það er eins og menn geri einhvern veginn ráð fyrir því að kosningaloforð séu gefin með fingur í kross og annað augað dregið í pung. Þetta er furðulegt því kosningaloforð eru nákvæmlega eins og öll önnur loforð ¿ þau eru loforð. Sennilega er mest við stjórnmálamennina að sakast, loforðin eru gefin hægri vinstri og eftir því sem nær dregur kosningum verða þau stórkallalegri. En það er líka við okkur kjósendur að sakast. Við göngum ekkert sérstaklega eftir því að kosningaloforðin séu efnd og við virðumst hafa ánægju af því að láta okkur dreyma um alla þessa stórkostlegu hluti sem stjórnmálamennirnir ætla að gera fyrir okkur. Orðið ókeypis heyrðist til dæmis oft í kosningabaráttunni. Ókeypis þetta og ókeypis hitt, listinn var endalaus. Stjórnmálamennirnir vita og við vitum það vel sjálf að er ekkert ókeypis, en það hljómar bara svo vel. Það þarf að borga fyrir þessa ókeypis hluti eins og aðra og líkt og hendi sé veifað hættum við að vera háttvirtir kjósendur og verðum venjulegir skattgreiðendur. Summa loforðannaÉg ætla ekki að ganga svo langt að biðjast undan efndum loforða stjórnmálamannanna sem kosnir voru í gær. Hvert fyrir sig eru kosningaloforðin ágæt, en samanlögð kunna þau að vera þjóðarógæfa. Hinir nýkjörnu fulltrúar eru vandaðir og ábyrgir einstaklingar sem vilja þorpunum sínum, hreppunum, bæjunum og borginni sinni vel. En ég vona að nýir sveitastjórnamenn hafi það hugfast að sveitafélögin hafa verið að þenjast út á undanförnum árum. Útgjöld þeirra og fjármálastjórn hefur víða verið með þeim hætti að stjórn efnahagsmála þjóðarinnar hefur liðið fyrir. Launahækkanir hafa til dæmis verið töluvert umfram þær sem hafa verið á almennum markaði og ljóst má vera að ekki verður gengið lengra í þá átt. Útsvarið er komið í topp í mjög mörgum sveitafélögum og skuldir eru miklar. Á þessu eru vissulega undantekningar en þær eru allt of fáar, því miður. Allir meðÞað vakti athygli mína í þessum kosningum að flokkarnir voru duglegir að kynna sig fyrir kjósendum af erlendu bergi brotnu. Þetta er mjög mikilvægt. Innflytjendum hefur farið fjölgandi hér á landi og mun fjölga enn á næstu árum. Miklu skiptir að þeir finni að þeir eru hér velkomnir og að við ætlumst til þess að þeir taki fullan þátt í þjóðlífinu. Hagstofan hefur gefið það út að hún myndi fylgjast sérstaklega með kosningaþátttöku þessara nýju Íslendinga. Mér finnst að stjórnmálaflokkarnir eigi að fylgja þessu eftir á næstu árum og auðvelda sem mest þessum þjóðfélagshópi að taka þátt í stjórnmálalífinu. Þannig stígum við mikilvægt skref í þá átt að koma í veg fyrir ýmis þau vandamál sem til dæmis nágrannaþjóðir okkar hafa þurft að fást við undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Mér var nokkur vandi á höndum þegar ég settist við tölvuna mína og fór að velta fyrir mér efni þessa pistils. Reglan er sú að pistlinum þarf að skila til blaðsins snemma á laugardagsmorgni. Laugardagurinn er kjördagur og ég hugsaði með mér, hvað er hægt að tala um daginn eftir kosningar annað en úrslit kosninganna? Í því liggur vandinn og sama hvað ég reyni að vera gáfulegur á svipin, þá kemst ég ekki fram hjá þeirri staðreynd að ég hef ekki hugmynd um hvernig kosningarnar munu fara. Ég ræddi þetta við einn vin minn og spurði hann hvað væri til ráða. Hann sagðist hafa verið að lesa bók með þeim merka titli "Vatnsveitur á Spáni og í Norður-Afríku" og þar sem ég hefði nú einu sinni skrifað um vatn væri alveg tilvalið að skrifa aftur um það efni og nú með hliðsjón af þessari ágætu bók. Ég þakkaði honum kurteisislega fyrir og hugsaði með mér að sá skyldi nú fá frá mér ruglað ráð, þegar hann kæmi næst til mín í líkum erindargjörðum. Ákvað síðan að skrifa um kosningarnar. Dagur meirihlutaviðræðnaDagurinn eftir kosningar er ekki síður mikilvægur en kjördagur. Um allt land eru kjörnir fulltrúar okkar að vakna og ekki allir alveg jafn kátir eftir nóttina eins og gengur og gerist. Ég man eftir að hafa hitt undir morgun í síðustu sveitastjórnarkosningum frambjóðanda sem söng hástöfum, með æðisgengið blik í auga: Ég er í hreppsnefnd-inni, ég er í hreppsnefnd-inni, o.s.frv.En núna er sem sagt runninn upp dagur meirihlutaviðræðna. Auðvitað vonar maður að það séu allir hressir þegar sest er niður og byrjað er að semja. Rekstur sveitafélaganna er alltaf að verða flóknari og flóknari og fyrir okkur borgarana skiptir miklu að vel sé haldið á málum.Kjósendur verða að skattgreiðendumÉg hef oft hugleitt það af hverju loforð eru flokkuð niður í kosningaloforð og önnur loforð. Það er eins og menn geri einhvern veginn ráð fyrir því að kosningaloforð séu gefin með fingur í kross og annað augað dregið í pung. Þetta er furðulegt því kosningaloforð eru nákvæmlega eins og öll önnur loforð ¿ þau eru loforð. Sennilega er mest við stjórnmálamennina að sakast, loforðin eru gefin hægri vinstri og eftir því sem nær dregur kosningum verða þau stórkallalegri. En það er líka við okkur kjósendur að sakast. Við göngum ekkert sérstaklega eftir því að kosningaloforðin séu efnd og við virðumst hafa ánægju af því að láta okkur dreyma um alla þessa stórkostlegu hluti sem stjórnmálamennirnir ætla að gera fyrir okkur. Orðið ókeypis heyrðist til dæmis oft í kosningabaráttunni. Ókeypis þetta og ókeypis hitt, listinn var endalaus. Stjórnmálamennirnir vita og við vitum það vel sjálf að er ekkert ókeypis, en það hljómar bara svo vel. Það þarf að borga fyrir þessa ókeypis hluti eins og aðra og líkt og hendi sé veifað hættum við að vera háttvirtir kjósendur og verðum venjulegir skattgreiðendur. Summa loforðannaÉg ætla ekki að ganga svo langt að biðjast undan efndum loforða stjórnmálamannanna sem kosnir voru í gær. Hvert fyrir sig eru kosningaloforðin ágæt, en samanlögð kunna þau að vera þjóðarógæfa. Hinir nýkjörnu fulltrúar eru vandaðir og ábyrgir einstaklingar sem vilja þorpunum sínum, hreppunum, bæjunum og borginni sinni vel. En ég vona að nýir sveitastjórnamenn hafi það hugfast að sveitafélögin hafa verið að þenjast út á undanförnum árum. Útgjöld þeirra og fjármálastjórn hefur víða verið með þeim hætti að stjórn efnahagsmála þjóðarinnar hefur liðið fyrir. Launahækkanir hafa til dæmis verið töluvert umfram þær sem hafa verið á almennum markaði og ljóst má vera að ekki verður gengið lengra í þá átt. Útsvarið er komið í topp í mjög mörgum sveitafélögum og skuldir eru miklar. Á þessu eru vissulega undantekningar en þær eru allt of fáar, því miður. Allir meðÞað vakti athygli mína í þessum kosningum að flokkarnir voru duglegir að kynna sig fyrir kjósendum af erlendu bergi brotnu. Þetta er mjög mikilvægt. Innflytjendum hefur farið fjölgandi hér á landi og mun fjölga enn á næstu árum. Miklu skiptir að þeir finni að þeir eru hér velkomnir og að við ætlumst til þess að þeir taki fullan þátt í þjóðlífinu. Hagstofan hefur gefið það út að hún myndi fylgjast sérstaklega með kosningaþátttöku þessara nýju Íslendinga. Mér finnst að stjórnmálaflokkarnir eigi að fylgja þessu eftir á næstu árum og auðvelda sem mest þessum þjóðfélagshópi að taka þátt í stjórnmálalífinu. Þannig stígum við mikilvægt skref í þá átt að koma í veg fyrir ýmis þau vandamál sem til dæmis nágrannaþjóðir okkar hafa þurft að fást við undanfarin ár.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun