Umhverfisbætur eða umhverfisvernd? 23. júní 2006 00:01 Umhverfisvernd er kjörorð dagsins. En gengur umhverfisvernd ekki of skammt? Þarf ekki miklu frekar markvissar umhverfisbætur? Á hverjum degi breytist umhverfið, dýra- og plöntutegundir deyja út í frumskógum við Amasón-fljót, um leið og aðrar tegundir verða til þar og annars staðar í tortímandi sköpun náttúrunnar. Við getum ekki stöðvað umhverfisbreytingar í einu vetfangi eins og mynd er fryst á sjónvarpsskjá. Raunar voru fyrstu umhverfisbreytingarnar, sem Íslendingar gerðu að fornu, þegar Öxará var leidd úr upphaflegum farvegi, svo að þingheimur hefði greiðari aðgang að vatni. Annað skemmtilegt íslenskt dæmi er til. Eitt sinn hittust Steingrímur J. Sigfússon og Pétur Blöndal í sjónvarpssal til að tala um umhverfismál. Þá slapp út úr Steingrími, að Reykvíkingar mættu eiga það, að þeir hefðu verndað umhverfi sitt vel. Til dæmis væri Elliðavatn enn nær ósnortið. Pétur var ekki seinn að benda á, að Elliðavatn er að miklu leyti uppistöðulón, sem myndaðist við virkjun Elliðaánna. En fallegt er í kringum Elliðavatn. Þetta eru umhverfisbætur, ekki umhverfisvernd. Vötn prýða landið, líka uppistöðulón. Hvernig verndum við umhverfið best og bætum? Ekki með opinberu eftirliti og afskiptum. Það sýnir fordæmi sósíalistaríkjanna fyrrverandi. Þar voru unnin herfileg umhverfisspjöll. Ástæðan var sú, sem Aristóteles benti á fyrir meira en tvö þúsund árum. Það, sem allir eiga (í orði kveðnu), hirðir enginn um. Tökum mengun til dæmis. Eitthvað er mengað, vegna þess að enginn gætir þess. Mér dettur ekki í hug að hella úr sorptunnu minni út í garð nágrannans, því að ég veit, að hann myndi bregðast ókvæða við. Hann á garð sinn. Verksmiðja veitir hins vegar úrgangi út í stöðuvatn, af því að enginn á stöðuvatnið, gætir þess og ver það. Eignarrétturinn gerir gæfumuninn. Þar sem gæði náttúrunnar eru í einkaeign, er þeim að jafnaði ekki spillt né sóað. Þeir, sem fara illa með eigur sínar á frjálsum markaði, missa þær einmitt von bráðar. Hver er til dæmis skýringin á því, að sauðir á Íslandi eru ekki í útrýmingarhættu, en nashyrningar í Afríku? Sauðirnir íslensku eru í eigu bænda, sem merkja sér þá og geyma innan girðinga. Með því að bændurnir eignist sauðina, eignast sauðirnir hirði. Nashyrningarnir í Afríku eru verðmætir vegna eftirsótts dufts, sem unnið er úr hornum þeirra. En enginn á þá, svo að enginn gætir þeirra, merkir sér þá, geymir þá innan girðinga. Þeir hafa ekki eignast hirði. Nytjadýr eru ekki aðeins til á þurru landi. Þorskstofninn íslenski var í hættu, vegna þess að enginn átti þorskana, svo að öllum var sama um þá. Þetta breyttist á Íslandsmiðum með kvótakerfinu. Þá eignuðust þorskarnir hirði. Eigendur kvótanna sjá sér hag í því að haga veiðum gætilega og ganga ekki um of á stofninn, því að þeir myndu sjálfir tapa mestu á því. Íslenskir útvegsmenn eru miklu ábyrgari en starfsbræður þeirra erlendis. Þetta veitir vísbendingu um heppilegustu lausn hvalveiðideilunnar. Hvalir voru í útrýmingarhættu á sínum tíma, vegna þess að enginn átti þá. (Þetta hefur breyst vegna hvalveiðibannsins, svo að nú eru þeir of margir og raska jafnvægi í lífríki sjávar.) Eðlilegast er að skilgreina eignarrétt á hvölum. Þá fá hvalveiðimenn afnota- eða veiðirétt, en af því að þeir eiga hver sinn stofn eða hluta úr honum, munu þeir haga veiðunum gætilega. Þeir, sem vilja heldur horfa á hvali en veiða þá, geta þá líka keypt slíkan afnotarétt af handhöfum hans. Nýting náttúruauðlinda verður þá og því aðeins skynsamleg, að einhverjir beri ábyrgð á slíkum auðlindum, og þeir gera það ekki, nema þeir eigi þær, njóti skynsamlegra ákvarðana um nýtinguna og gjaldi óskynsamlegra. Eignarrétturinn tryggir ekki aðeins umhverfisvernd, heldur líka umhverfisbætur. Besta dæmið um það er auðvitað land að fornu. Það var ekki fyrr en menn tóku að helga sér landskika, hver og einn, sem ræktun gat hafist, umhverfisbætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Umhverfisvernd er kjörorð dagsins. En gengur umhverfisvernd ekki of skammt? Þarf ekki miklu frekar markvissar umhverfisbætur? Á hverjum degi breytist umhverfið, dýra- og plöntutegundir deyja út í frumskógum við Amasón-fljót, um leið og aðrar tegundir verða til þar og annars staðar í tortímandi sköpun náttúrunnar. Við getum ekki stöðvað umhverfisbreytingar í einu vetfangi eins og mynd er fryst á sjónvarpsskjá. Raunar voru fyrstu umhverfisbreytingarnar, sem Íslendingar gerðu að fornu, þegar Öxará var leidd úr upphaflegum farvegi, svo að þingheimur hefði greiðari aðgang að vatni. Annað skemmtilegt íslenskt dæmi er til. Eitt sinn hittust Steingrímur J. Sigfússon og Pétur Blöndal í sjónvarpssal til að tala um umhverfismál. Þá slapp út úr Steingrími, að Reykvíkingar mættu eiga það, að þeir hefðu verndað umhverfi sitt vel. Til dæmis væri Elliðavatn enn nær ósnortið. Pétur var ekki seinn að benda á, að Elliðavatn er að miklu leyti uppistöðulón, sem myndaðist við virkjun Elliðaánna. En fallegt er í kringum Elliðavatn. Þetta eru umhverfisbætur, ekki umhverfisvernd. Vötn prýða landið, líka uppistöðulón. Hvernig verndum við umhverfið best og bætum? Ekki með opinberu eftirliti og afskiptum. Það sýnir fordæmi sósíalistaríkjanna fyrrverandi. Þar voru unnin herfileg umhverfisspjöll. Ástæðan var sú, sem Aristóteles benti á fyrir meira en tvö þúsund árum. Það, sem allir eiga (í orði kveðnu), hirðir enginn um. Tökum mengun til dæmis. Eitthvað er mengað, vegna þess að enginn gætir þess. Mér dettur ekki í hug að hella úr sorptunnu minni út í garð nágrannans, því að ég veit, að hann myndi bregðast ókvæða við. Hann á garð sinn. Verksmiðja veitir hins vegar úrgangi út í stöðuvatn, af því að enginn á stöðuvatnið, gætir þess og ver það. Eignarrétturinn gerir gæfumuninn. Þar sem gæði náttúrunnar eru í einkaeign, er þeim að jafnaði ekki spillt né sóað. Þeir, sem fara illa með eigur sínar á frjálsum markaði, missa þær einmitt von bráðar. Hver er til dæmis skýringin á því, að sauðir á Íslandi eru ekki í útrýmingarhættu, en nashyrningar í Afríku? Sauðirnir íslensku eru í eigu bænda, sem merkja sér þá og geyma innan girðinga. Með því að bændurnir eignist sauðina, eignast sauðirnir hirði. Nashyrningarnir í Afríku eru verðmætir vegna eftirsótts dufts, sem unnið er úr hornum þeirra. En enginn á þá, svo að enginn gætir þeirra, merkir sér þá, geymir þá innan girðinga. Þeir hafa ekki eignast hirði. Nytjadýr eru ekki aðeins til á þurru landi. Þorskstofninn íslenski var í hættu, vegna þess að enginn átti þorskana, svo að öllum var sama um þá. Þetta breyttist á Íslandsmiðum með kvótakerfinu. Þá eignuðust þorskarnir hirði. Eigendur kvótanna sjá sér hag í því að haga veiðum gætilega og ganga ekki um of á stofninn, því að þeir myndu sjálfir tapa mestu á því. Íslenskir útvegsmenn eru miklu ábyrgari en starfsbræður þeirra erlendis. Þetta veitir vísbendingu um heppilegustu lausn hvalveiðideilunnar. Hvalir voru í útrýmingarhættu á sínum tíma, vegna þess að enginn átti þá. (Þetta hefur breyst vegna hvalveiðibannsins, svo að nú eru þeir of margir og raska jafnvægi í lífríki sjávar.) Eðlilegast er að skilgreina eignarrétt á hvölum. Þá fá hvalveiðimenn afnota- eða veiðirétt, en af því að þeir eiga hver sinn stofn eða hluta úr honum, munu þeir haga veiðunum gætilega. Þeir, sem vilja heldur horfa á hvali en veiða þá, geta þá líka keypt slíkan afnotarétt af handhöfum hans. Nýting náttúruauðlinda verður þá og því aðeins skynsamleg, að einhverjir beri ábyrgð á slíkum auðlindum, og þeir gera það ekki, nema þeir eigi þær, njóti skynsamlegra ákvarðana um nýtinguna og gjaldi óskynsamlegra. Eignarrétturinn tryggir ekki aðeins umhverfisvernd, heldur líka umhverfisbætur. Besta dæmið um það er auðvitað land að fornu. Það var ekki fyrr en menn tóku að helga sér landskika, hver og einn, sem ræktun gat hafist, umhverfisbætur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun