Sumar á íslandi 3. júlí 2006 00:01 Reykjavík í júlí er eins og París í ágúst: Not the place to be. Í París er allt lokað í ágúst; Frakkar fara saman í sumarfrí. Reykjavík ætti að loka líka. Það er undarlega andlaus stemmning í bænum yfir hásumarið. Sé maður staddur í Síðumúla yfir hábjargræðistímann finnst manni ósjálfrátt að eitthvað hljóti að hafa farið úrskeiðis í lífi manns. Maður á að vera úti á landi á sumrin. Þar er lífið. Þar er stemmningin. Þar er sumarið. Þannig að maður flýr borgina, suddann og suðið, og keyrir yfir eins og tvær heiðar, þessar hraðahindranir suðvestanáttarinnar, hvar lægðirnar leysast upp, og ekur niður í sólina og sumrið, norðlenskan dal og fjörð. Eftir kaldasta vor lífsins hrópaði sálin á sól og hita og fékk hann loksins loksins í vikunni sem leið. Lokaskaflinn í Hrísey bráðnaði daginn eftir Jónsmessu. Og í kjölfarið kom þriggja daga sunnanþeyr. Strekkingsvindur á nóttinni sem mætir hafátt að degi svo úr verður jafntefli 0-0: Stafalogn. Sunnanátt á Norðurlandi er merkilegt fyrirbæri. Maður er ekki vanur heitu roki á Íslandi. Ekki fyrr en maður hefur staðið á miðjum Eyjafirði í 15 gráðu heitum sunnanvindi með öldum og tilheyrandi uppgötvar maður hvað kveikti frægustu ljóðlínu landsins. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Ekki fyrr en nýlega skildi ég um hvað Jónas var í raun að yrkja. Hann var Norðlendingur. Sunnan heiða boðar sunnanáttinn fátt annað en svalan sudda. Hér sem annarstaðar má þó sjá afleiðingar vorkuldanna. Fuglar eru áberandi færri í ár. Húsið okkar stendur við ströndina, í þjóðbraut kríunnar sem í öllum meðalárum heldur uppi loftbrú allan sólarhringinn milli hreiðurs og ætis. Sæti maður úti á stétt mátti mæla traffíkina í kríum á sekúndu; ungamæður í yfirvinnu, 24/7, með goggfylli af sílum handa sínum. En nú er kríulaust í lofti. Sumir halda því fram að kuldinn hafi eyðilagt varpið en aðrir kasta sök á hið landlæga sílaleysi. Enn aðrir halda því hinsvegar fram að kríurnar hafi allar verið ráðnar í vinnu hjá Ríkislögreglustjóra. Kunnugir segjast hafa séð gerið yfir húsi Bónusgreifans inni á Akureyri. Maður syrgir kríuna mátulega. Hún er enginn fagurgali, næstum jafn hvimleið og hafgolan¿landsins forni fjandi númer tvö. En í liðinni viku náði hnúkaþeyrinn að halda honum utan við fimmtíu mílurnar nokkra daga í röð. Afleiðingin var æði. Fátt er betra í þessum heimi en nítján íslenskar gráður í hádeginu og logn á firði, síðasta lag fyrir fréttir út um opna hurð, ferjan kumrandi í fjarska og suðandi norðlenskar flugur í skugganum af fréttunum að sunnan. Maður tekur þær í gegnum lítið ferðatæki sem skilar aðeins annarri hverri línu og fær því að skálda í eyðurnar: Þrítugustu og eitthvað ákæru í Baugsmáli vísað frá dómi og settur saksóknari segir... af sér? ...að hann áfrýji? ...að þetta sé dómaraskandall? Maður nær því ekki, því sjómælingabáturinn frá Landhelgisgæslunni sigldi rétt í þessu inn í útsendinguna. Þeir eru víst að mæla fyrir nýjum sæstreng. Ég geng út á bjargbrúnina og veifa til gæslumanna á táknmáli sæfarenda; sendi mínar samúðarkveðjur til yfirmanns þeirra. Geng svo aftur inn og hugsa: Hvað ætli þurfi að drepa marga keisara til að Rómarveldið hans hrynji? Hversu oft má kæra eina æru? Baugsmál er að breytast í Bugsmál. Smám saman falla úr því stafirnir. Sám saman missir það tennurnar. Þeim er vísað á bug. Og fólk nennir vart lengur að hneykslast. Enda vilja Íslendingar frið frá deilum og dómsmálum yfir sumartímann. Þess vegna var þjóðin á móti fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma. Það eyðilagði sumarfríið. Íslenska sumarið telur nefnilega aðeins fjórar helgar og nú er sú fyrsta búin. Júní er bara upphitun og í ágúst er farið að dimma. Því er um að gera að nota þær vel. Og fara ekki á taugum. Bara að veðrið klikki ekki. Bara að veðurguðirnir séu ekki í enska landsliðinu. Íslenskt sumar er stress. Markmiðið: Að ná einni góðri helgi. Við biðjum víst ekki um meira en eina góða helgi á ári. Okkur tókst það hér fyrir norðan og líður snöggtum betur. Sem Íslendingar erum við búin að fá sjálfstraustið aftur eins og HM-fræðingarnir orða það. Því sumarið í fyrra var einmana stelpa sem norpar með sígarettu undir húsvegg í sex gráðum og sjó. Börnin tóku aldrei niður lambhúshettuna. Eftir að hafa þraukað í tvö ár in the land of ten degrees eigum við allt gott skilið. Og finnum ekki til samúðar með útvarpsfólkinu sem ekki sér út fyrir litla Reykjavíkurnefið sitt og vælir látlaust undan sumarúðanum. Því enginn á að vera í bænum á sumrin. Reykjavík í júlí er París í ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Reykjavík í júlí er eins og París í ágúst: Not the place to be. Í París er allt lokað í ágúst; Frakkar fara saman í sumarfrí. Reykjavík ætti að loka líka. Það er undarlega andlaus stemmning í bænum yfir hásumarið. Sé maður staddur í Síðumúla yfir hábjargræðistímann finnst manni ósjálfrátt að eitthvað hljóti að hafa farið úrskeiðis í lífi manns. Maður á að vera úti á landi á sumrin. Þar er lífið. Þar er stemmningin. Þar er sumarið. Þannig að maður flýr borgina, suddann og suðið, og keyrir yfir eins og tvær heiðar, þessar hraðahindranir suðvestanáttarinnar, hvar lægðirnar leysast upp, og ekur niður í sólina og sumrið, norðlenskan dal og fjörð. Eftir kaldasta vor lífsins hrópaði sálin á sól og hita og fékk hann loksins loksins í vikunni sem leið. Lokaskaflinn í Hrísey bráðnaði daginn eftir Jónsmessu. Og í kjölfarið kom þriggja daga sunnanþeyr. Strekkingsvindur á nóttinni sem mætir hafátt að degi svo úr verður jafntefli 0-0: Stafalogn. Sunnanátt á Norðurlandi er merkilegt fyrirbæri. Maður er ekki vanur heitu roki á Íslandi. Ekki fyrr en maður hefur staðið á miðjum Eyjafirði í 15 gráðu heitum sunnanvindi með öldum og tilheyrandi uppgötvar maður hvað kveikti frægustu ljóðlínu landsins. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Ekki fyrr en nýlega skildi ég um hvað Jónas var í raun að yrkja. Hann var Norðlendingur. Sunnan heiða boðar sunnanáttinn fátt annað en svalan sudda. Hér sem annarstaðar má þó sjá afleiðingar vorkuldanna. Fuglar eru áberandi færri í ár. Húsið okkar stendur við ströndina, í þjóðbraut kríunnar sem í öllum meðalárum heldur uppi loftbrú allan sólarhringinn milli hreiðurs og ætis. Sæti maður úti á stétt mátti mæla traffíkina í kríum á sekúndu; ungamæður í yfirvinnu, 24/7, með goggfylli af sílum handa sínum. En nú er kríulaust í lofti. Sumir halda því fram að kuldinn hafi eyðilagt varpið en aðrir kasta sök á hið landlæga sílaleysi. Enn aðrir halda því hinsvegar fram að kríurnar hafi allar verið ráðnar í vinnu hjá Ríkislögreglustjóra. Kunnugir segjast hafa séð gerið yfir húsi Bónusgreifans inni á Akureyri. Maður syrgir kríuna mátulega. Hún er enginn fagurgali, næstum jafn hvimleið og hafgolan¿landsins forni fjandi númer tvö. En í liðinni viku náði hnúkaþeyrinn að halda honum utan við fimmtíu mílurnar nokkra daga í röð. Afleiðingin var æði. Fátt er betra í þessum heimi en nítján íslenskar gráður í hádeginu og logn á firði, síðasta lag fyrir fréttir út um opna hurð, ferjan kumrandi í fjarska og suðandi norðlenskar flugur í skugganum af fréttunum að sunnan. Maður tekur þær í gegnum lítið ferðatæki sem skilar aðeins annarri hverri línu og fær því að skálda í eyðurnar: Þrítugustu og eitthvað ákæru í Baugsmáli vísað frá dómi og settur saksóknari segir... af sér? ...að hann áfrýji? ...að þetta sé dómaraskandall? Maður nær því ekki, því sjómælingabáturinn frá Landhelgisgæslunni sigldi rétt í þessu inn í útsendinguna. Þeir eru víst að mæla fyrir nýjum sæstreng. Ég geng út á bjargbrúnina og veifa til gæslumanna á táknmáli sæfarenda; sendi mínar samúðarkveðjur til yfirmanns þeirra. Geng svo aftur inn og hugsa: Hvað ætli þurfi að drepa marga keisara til að Rómarveldið hans hrynji? Hversu oft má kæra eina æru? Baugsmál er að breytast í Bugsmál. Smám saman falla úr því stafirnir. Sám saman missir það tennurnar. Þeim er vísað á bug. Og fólk nennir vart lengur að hneykslast. Enda vilja Íslendingar frið frá deilum og dómsmálum yfir sumartímann. Þess vegna var þjóðin á móti fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma. Það eyðilagði sumarfríið. Íslenska sumarið telur nefnilega aðeins fjórar helgar og nú er sú fyrsta búin. Júní er bara upphitun og í ágúst er farið að dimma. Því er um að gera að nota þær vel. Og fara ekki á taugum. Bara að veðrið klikki ekki. Bara að veðurguðirnir séu ekki í enska landsliðinu. Íslenskt sumar er stress. Markmiðið: Að ná einni góðri helgi. Við biðjum víst ekki um meira en eina góða helgi á ári. Okkur tókst það hér fyrir norðan og líður snöggtum betur. Sem Íslendingar erum við búin að fá sjálfstraustið aftur eins og HM-fræðingarnir orða það. Því sumarið í fyrra var einmana stelpa sem norpar með sígarettu undir húsvegg í sex gráðum og sjó. Börnin tóku aldrei niður lambhúshettuna. Eftir að hafa þraukað í tvö ár in the land of ten degrees eigum við allt gott skilið. Og finnum ekki til samúðar með útvarpsfólkinu sem ekki sér út fyrir litla Reykjavíkurnefið sitt og vælir látlaust undan sumarúðanum. Því enginn á að vera í bænum á sumrin. Reykjavík í júlí er París í ágúst.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun