Eistnaflug í Neskaupstað 14. júlí 2006 15:15 stefán magnússon & Ragnheiður maría dóttir hans. Aðalskipuleggjandi Eistnaflugsins segist vonast til að fá helmingi fleiri gesti heldur en í fyrra. Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara. Eistnaflug Menning Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara.
Eistnaflug Menning Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira