Gengi bréfa í Rosneft undir væntingum 19. júlí 2006 15:22 Míkhaíl Khodorkovskí, fyrrum stofnandi og forstjóri olíurisans Yukos, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu vegna skattsvika fyrirtækisins. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. Meginstoð Rosneft er olíuvinnslufyrirtækið Yukansk, sem eitt sinn heyrði undir rússneska olíurisann Yukos. Rússneska ríkið tók það eignarnámi árið 2004 vegna meintra skattasvika stjórnenda og í kjölfarið var Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og eigandi Yukos, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Er stjórnvöldum gefið að sök að hafa með dóminum einungis verið að stöðva væntanlegan frama hans í stjórnmálum en Khodorkovskí er andstæðingur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Yukos, sem er gjaldþrota fyrirtæki en eftir sem áður í eigu Khodorkovskís og fleiri fjárfesta, reyndi að fá dómstól í Bretlandi til að stöðva viðskipti með bréf í fyrirtækinu og líktu þeim við sölu á þýfi. Dómari heimilaði viðskiptin í gær og hefur Yukos áfrýjað málinu. Opnunarverð í bréfum Rosneft var 7,55 dalir á hlut en fóru í fyrstu viðskiptum niður í 7,49 dali á hlut. Þegar á leið stóðu þau í 7,54 dölum eða 1 senti undir útboðsgengi. Að sögn bandaríska og breskra fjölmiðla voru stærstu kaupendurnir jafnt fyrirtæki og fjárfestar sem vilja tryggja sér tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og þykir harla ólíklegt að þeir selji þau í bráð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í rússneska ríkisolíufyrirtæki Rosneft lækkuðu um 1 sent á hlut þegar viðskipti með 10 prósenta hlut í félaginu hófst í kauphöll Lundúna í Bretlandi í dag. Meginstoð Rosneft er olíuvinnslufyrirtækið Yukansk, sem eitt sinn heyrði undir rússneska olíurisann Yukos. Rússneska ríkið tók það eignarnámi árið 2004 vegna meintra skattasvika stjórnenda og í kjölfarið var Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi og eigandi Yukos, dæmdur til átta ára fangelsisvistar í Síberíu. Er stjórnvöldum gefið að sök að hafa með dóminum einungis verið að stöðva væntanlegan frama hans í stjórnmálum en Khodorkovskí er andstæðingur Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Yukos, sem er gjaldþrota fyrirtæki en eftir sem áður í eigu Khodorkovskís og fleiri fjárfesta, reyndi að fá dómstól í Bretlandi til að stöðva viðskipti með bréf í fyrirtækinu og líktu þeim við sölu á þýfi. Dómari heimilaði viðskiptin í gær og hefur Yukos áfrýjað málinu. Opnunarverð í bréfum Rosneft var 7,55 dalir á hlut en fóru í fyrstu viðskiptum niður í 7,49 dali á hlut. Þegar á leið stóðu þau í 7,54 dölum eða 1 senti undir útboðsgengi. Að sögn bandaríska og breskra fjölmiðla voru stærstu kaupendurnir jafnt fyrirtæki og fjárfestar sem vilja tryggja sér tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og þykir harla ólíklegt að þeir selji þau í bráð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira