Forstjóri Yukos sagði upp 20. júlí 2006 10:52 Steven Theede, fráfarandi forstjóri Yukos. Mynd/AFP Steven Theede, forstjóri fallna rússneska olíurisans Yukos, sagði af sér í gær en í dag fundar stjórn fyrirtækisins með lánadrottnum fyrirtækisins. Búist er við að með fundinum færist fyrirtækið nær barmi gjaldþrots en nokkru sinni. Theede sagði fundinn leiksýningu sem hann ætli ekki að taka þátt í. Stærstu lánadrottnar Yukos er rússneska ríkið en fyrirtækið var fyrir tveimur árum dæmt til að greiða sem nemur tæpum 2.500 milljörðum króna fyrir skattsvik. ómurinn leiddi til upplausnar fyrirtækisins auk þess sem fyrrum eigandi þess, Míkhaíl Khodorkovskí, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir fjár- og skattsvik. Þá dæmdi ríkið Yukos til að selja Yugansk, stærsta dótturfélag Yukos á sviði olíuvinnslu, á uppboði til að fá upp í skuldir. Ríkið keypti Yugansk og er það nú stærsta félagið undir fyrirtækjahatti rússneska ríkisorkufyrirtækisins Rosneft. Viðskipti með tíu prósenta hlut í Rosneft hófust í kauphöll Lundúna í gær. Þegar best lét var markaðsvirði Yukos rúmlega 1.000 milljarða krónu virði. Á sama tíma námu skuldir þess álíka háar og virði fyrirtækisins. Í uppsagnarbréf Theedes kemur fram að hann hafi ákveðið að segja af sér og sniðganga fundinn því eini tilgangur lánadrottna sé að hunsa hagræðingatilraunir Yukos og eyðileggja fyrirtækið, sem eitt sinn var stærsta olíufyrirtæki í heimi í einkaeigu. Framtíð Yukos ræðst í ágúst en fastlega er búist við að það verði lýst gjaldþrota. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Steven Theede, forstjóri fallna rússneska olíurisans Yukos, sagði af sér í gær en í dag fundar stjórn fyrirtækisins með lánadrottnum fyrirtækisins. Búist er við að með fundinum færist fyrirtækið nær barmi gjaldþrots en nokkru sinni. Theede sagði fundinn leiksýningu sem hann ætli ekki að taka þátt í. Stærstu lánadrottnar Yukos er rússneska ríkið en fyrirtækið var fyrir tveimur árum dæmt til að greiða sem nemur tæpum 2.500 milljörðum króna fyrir skattsvik. ómurinn leiddi til upplausnar fyrirtækisins auk þess sem fyrrum eigandi þess, Míkhaíl Khodorkovskí, var dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir fjár- og skattsvik. Þá dæmdi ríkið Yukos til að selja Yugansk, stærsta dótturfélag Yukos á sviði olíuvinnslu, á uppboði til að fá upp í skuldir. Ríkið keypti Yugansk og er það nú stærsta félagið undir fyrirtækjahatti rússneska ríkisorkufyrirtækisins Rosneft. Viðskipti með tíu prósenta hlut í Rosneft hófust í kauphöll Lundúna í gær. Þegar best lét var markaðsvirði Yukos rúmlega 1.000 milljarða krónu virði. Á sama tíma námu skuldir þess álíka háar og virði fyrirtækisins. Í uppsagnarbréf Theedes kemur fram að hann hafi ákveðið að segja af sér og sniðganga fundinn því eini tilgangur lánadrottna sé að hunsa hagræðingatilraunir Yukos og eyðileggja fyrirtækið, sem eitt sinn var stærsta olíufyrirtæki í heimi í einkaeigu. Framtíð Yukos ræðst í ágúst en fastlega er búist við að það verði lýst gjaldþrota.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira