Hagnaður bandaríska vinnuvélaframleiðandans Caterpillar jókst um 38 prósent á milli ára. Hagnaðurinn nam 1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 74 milljarða íslenskra króna, og hefur aldrei verið meiri.
Aukin eftirspurn þrátt fyrir verðhækkanir á vélunum á sinn þátt í auknum hagnaði fyrirtækisins, að sögn stjórnenda Caterpillar.
Hagnaðurinn nemur 1,56 dölum á hlut sem er 10 prósentum meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð fyrir um.
Gengi hlutabréfa í Caterpillar hækkuðu um 1,81 dal eða 3 prósent í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í kjölfar afkomufréttarinnar.