Breska olíufélagið BP hagnaðist um 6,1 milljarð punda, jafnvirði rúmra 829 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Þetta er 500 milljón pundum, eða tæpum 68 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili á síðasta ári og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um 1,4 milljónir punda, 190 milljónir króna, á hverri klukkustund á fyrstu sex mánuðum ársins.
Hagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi nam 3,3 milljörðum punda, eða tæpum 449 milljörðum íslenskra króna, sem er 600 milljónum pundum, eða 81,5 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili í fyrra.
John Browne, forstjóri BP, greindi frá því í vikunni að hann hyggðist segja starfi sínu lausu á næsta ári fyrir aldurs sakir. Ákvörðun hans kom nokkuð á óvart en búist var að hann myndi hætta störfum þegar hann verður sextugur eftir tvö ár.
Aukinn hagnaður hjá BP

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent


Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent