Enn eykst tapið hjá GM 26. júlí 2006 13:21 General Motors hefur selt færri sportjeppa á borð við Hummer en áætlað var. Mynd/Getty Images Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl. Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári. General Motors, sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu síðustu misserin en mörg þúsund starfsmönnum hefur verið sagt upp. Stór hluti taprekstursins er komin til vegna starfslokasamninga við starfsmennina. Þá áætlar fyrirtækið að loka 12 verksmiðjum í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Bílaframleiðandinn á um þessar mundir í viðræðum við franska bílaframleiðandann Renault og hinn japanska Nissan um samstarf. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian, sem á um 10 prósenta hlut í General Motors og er fjórði stærsti hluthafinn í fyrirtækinu, átti frumkvæðið að samstarfinu en hann vonast til að með því muni rekstur bílaframleiðandans komast á réttan kjöl. Bandarískir neytendur hafa ekki verið jafn áhugasamir um stóra sportjeppa og fyrirtækið taldi. Þá hefur eldsneytisverð hækkað talsvert síðustu mánuði og hefur almenningur vestra í auknum mæli keypt sparneytna bíla frá Toyota og Honda
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira