EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar 2. ágúst 2006 07:30 Stefnt að þrjú hundruð þúsund áskrifendum að netleiknum EVE online Hugmyndir um skráningu eru til skoðunar þótt það sé ekki markmið í sjálfu sér. „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni. Viðskipti Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
„Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni.
Viðskipti Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira