ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf 5. ágúst 2006 06:45 Kauphöll Íslands við Laugaveg Viðræður við OMX MYND/GVA Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna. Viðskipti Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna.
Viðskipti Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira