37 milljarða yfirtökutilboð 5. ágúst 2006 08:30 MAgnús Þorsteinsson Stjórnarformaður Avion Group telur tilboð í Atlas Cold Storage vera sanngjarnt. Stefnt er að því að ljúka kaupunum og að samhæfa rekstur Atlas og Eimskipa. Avion Group hyggst gera formlegt yfirtökutilboð í kanadíska félagið Atlas Cold Storage. Tilboðið er gert fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags Avion, Eimskip Atlas Canada, og hljóðar upp á rúma 37 milljarða íslenskra króna eða sem nemur rúmum 443 krónum á hlut. Atlas Cold Storage rekur fimmtíu og þrjár frysti- og kæligeymslur í Norður-Ameríku. Velta félagsins nam rúmum þrjátíu milljörðum króna árið 2003. Starfsmenn félagsins eru um fjögur þúsund og fimm hundruð. Félagið er skráð í Kauphöllinni í Toronto. Í tilkynningu frá Avion Group segir að Eimskip Atlas Canada hafi nú þegar gert hluthafasamkomulag við tvo stóra hluthafa í Atlas Cold Storage sem tryggi þeim um 13,9 prósent hlutafjár í félaginu. Þá segir að gengið hafi verið frá fjármögnun yfirtökunnar að fullu. Fjármögnun verði í höndum kanadísku bankanna Royal Bank of Canada og Canadian Imperial Banking. Að öðru leyti er tilboðið háð hefðbundnum skilyrðum auk samþykkis samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Kanada. Gangi kaupin eftir mun velta Eimskips nánast tvöfaldast og verður um sjötíu milljarðar króna á ársgrundvelli. "Tilboð okkar er sanngjarnt verð fyrir Atlas Cold Storage. Við stefnum að því að ljúka þessum kaupum og leitast eftir að samhæfa rekstur Atlas við Eimskip. Það er hins vegar núverandi hluthafa Atlas að leggja mat á tilboð okkar," sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group. Eimskip er dótturfélag Avion Group og rekur nú áttatíu og átta skrifstofur í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Félagið rekur þrjátíu og sex skip og sex hundruð flutningabíla. Avion Group starfrækir nú hundrað og tíu skrifstofur víðsvegar um heim og eru starfsmenn um sex þúsund og fimm hundruð. Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Avion Group hyggst gera formlegt yfirtökutilboð í kanadíska félagið Atlas Cold Storage. Tilboðið er gert fyrir hönd nýstofnaðs dótturfélags Avion, Eimskip Atlas Canada, og hljóðar upp á rúma 37 milljarða íslenskra króna eða sem nemur rúmum 443 krónum á hlut. Atlas Cold Storage rekur fimmtíu og þrjár frysti- og kæligeymslur í Norður-Ameríku. Velta félagsins nam rúmum þrjátíu milljörðum króna árið 2003. Starfsmenn félagsins eru um fjögur þúsund og fimm hundruð. Félagið er skráð í Kauphöllinni í Toronto. Í tilkynningu frá Avion Group segir að Eimskip Atlas Canada hafi nú þegar gert hluthafasamkomulag við tvo stóra hluthafa í Atlas Cold Storage sem tryggi þeim um 13,9 prósent hlutafjár í félaginu. Þá segir að gengið hafi verið frá fjármögnun yfirtökunnar að fullu. Fjármögnun verði í höndum kanadísku bankanna Royal Bank of Canada og Canadian Imperial Banking. Að öðru leyti er tilboðið háð hefðbundnum skilyrðum auk samþykkis samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Kanada. Gangi kaupin eftir mun velta Eimskips nánast tvöfaldast og verður um sjötíu milljarðar króna á ársgrundvelli. "Tilboð okkar er sanngjarnt verð fyrir Atlas Cold Storage. Við stefnum að því að ljúka þessum kaupum og leitast eftir að samhæfa rekstur Atlas við Eimskip. Það er hins vegar núverandi hluthafa Atlas að leggja mat á tilboð okkar," sagði Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group. Eimskip er dótturfélag Avion Group og rekur nú áttatíu og átta skrifstofur í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Félagið rekur þrjátíu og sex skip og sex hundruð flutningabíla. Avion Group starfrækir nú hundrað og tíu skrifstofur víðsvegar um heim og eru starfsmenn um sex þúsund og fimm hundruð.
Viðskipti Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira