Skarar eld að köku öfgaafla 9. ágúst 2006 00:01 Það er auðvelt að hefja stríð en öllu erfiðara að binda enda á það. Þessi fornu sannindi hafa blasað við heimsbyggðinni við botn Miðjarðarhafs undanfarnar vikur. Þar sem herforingjar gera áætlanir ræður tæknihugsun för. Þar sem þannig háttar til gerist það gjarnan að farið er yfir þau mörk, þar sem „hliðartjón" verður að stórhörmungum, bæði í mannúðlegu og pólitísku tilliti. Ráðamenn Ísraels virðast þessa dagana eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar þessi mörk liggja. Auðvitað hefur hvert ríki rétt til sjálfsvarnar, samanber 51. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Og kveikjan að ófriðnum var árás Hizbollah-liða á ísraelska hermenn. En sjálf kenningin um hið réttláta stríð krefst þess að stríðsaðilar beiti stríðsaðferðum sem eru í samræmi við tilefnið. Herforingjarnir hugsa: Það verður að stöðva aðföng til Hizbollah-skæruliða og því verður að eyðileggja vegakerfi Líbanons. Fjarskiptakerfi, útvarp, sjónvarp, raforkunet, flugvellir, hafnir - sprengjum er látið rigna á allt þetta í því yfirlýsta augnamiði að lama Hizbollah, og vísvitandi talið viðunandi að saklaust fólk, konur og börn, látið lífið í hundraðatali í leiðinni. En svo vill til að þessir innviðir eru innviðir alls landsins - lands sem komið var á góðan rekspöl með að græða sár borgarastríðs. Lands sem var „vestrænast" allra Miðausturlanda utan Ísraels, og það þeirra sem einna næst hefur komizt því að búa við lýðræði. Afleiðing hernaðarins er að hinir ólíku hópar Líbana, kristnir, súnní- og sjía-múslimar, snúa bökum saman sem aldrei fyrr. Nú er svo til engan mun lengur að sjá á pólitískum kröfum Hizbollah og líbönsku ríkisstjórnarinnar. Hizbollah-samtökin njóta víðtækari stuðnings meðal landsmanna en nokkru sinni fyrr; í augum arabaheimsins eru Hizbollah-liðar hetjur sem bjóða herveldinu Ísrael - með Bandaríkin að bakhjarli - birginn. Hin nýja þjóðernis-sjálfsímynd Líbana beinist nú gegn Ísrael og Bandaríkjunum. Krafa Líbana, annarra en sjía-múslima, um að Hizbollah afvopnist hefur vikið fyrir samkenndinni andspænis hinni erlendu innrás. Þessi staða gerir hlutverk væntanlegs fjölþjóðlegs friðargæzluliðs meira en lítið snúið. Ísraelar vonast til að slíkt lið taki af þeim ómakið að tryggja að Hizbollah-liðar geti ekki gert sprengiflaugaárásir á Ísrael frá Suður-Líbanon. Eins og málin hafa þróazt er hætt við að slíkt gæzlulið yrði þar með álitið handbendi Ísraels og Bandaríkjanna í augum flestra Miðausturlandabúa og myndi nær óhjákvæmilega dragast sjálft inn í hin vopnuðu átök. Þar með væri jafnvel hætta á að álíka illa færi fyrir þessu friðargæzluliði og því sem hraktist frá Líbanon árið 1983, eftir að Hizbollah-liðar beindu sprengjutilræðum að liðsmönnum þess. Svo ekki sé minnzt á hrakfarir Unosom II-friðargæzluliðs SÞ í Sómalíu, sem forðaði sér frá því landi árið 1995. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Skoðanir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Það er auðvelt að hefja stríð en öllu erfiðara að binda enda á það. Þessi fornu sannindi hafa blasað við heimsbyggðinni við botn Miðjarðarhafs undanfarnar vikur. Þar sem herforingjar gera áætlanir ræður tæknihugsun för. Þar sem þannig háttar til gerist það gjarnan að farið er yfir þau mörk, þar sem „hliðartjón" verður að stórhörmungum, bæði í mannúðlegu og pólitísku tilliti. Ráðamenn Ísraels virðast þessa dagana eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hvar þessi mörk liggja. Auðvitað hefur hvert ríki rétt til sjálfsvarnar, samanber 51. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Og kveikjan að ófriðnum var árás Hizbollah-liða á ísraelska hermenn. En sjálf kenningin um hið réttláta stríð krefst þess að stríðsaðilar beiti stríðsaðferðum sem eru í samræmi við tilefnið. Herforingjarnir hugsa: Það verður að stöðva aðföng til Hizbollah-skæruliða og því verður að eyðileggja vegakerfi Líbanons. Fjarskiptakerfi, útvarp, sjónvarp, raforkunet, flugvellir, hafnir - sprengjum er látið rigna á allt þetta í því yfirlýsta augnamiði að lama Hizbollah, og vísvitandi talið viðunandi að saklaust fólk, konur og börn, látið lífið í hundraðatali í leiðinni. En svo vill til að þessir innviðir eru innviðir alls landsins - lands sem komið var á góðan rekspöl með að græða sár borgarastríðs. Lands sem var „vestrænast" allra Miðausturlanda utan Ísraels, og það þeirra sem einna næst hefur komizt því að búa við lýðræði. Afleiðing hernaðarins er að hinir ólíku hópar Líbana, kristnir, súnní- og sjía-múslimar, snúa bökum saman sem aldrei fyrr. Nú er svo til engan mun lengur að sjá á pólitískum kröfum Hizbollah og líbönsku ríkisstjórnarinnar. Hizbollah-samtökin njóta víðtækari stuðnings meðal landsmanna en nokkru sinni fyrr; í augum arabaheimsins eru Hizbollah-liðar hetjur sem bjóða herveldinu Ísrael - með Bandaríkin að bakhjarli - birginn. Hin nýja þjóðernis-sjálfsímynd Líbana beinist nú gegn Ísrael og Bandaríkjunum. Krafa Líbana, annarra en sjía-múslima, um að Hizbollah afvopnist hefur vikið fyrir samkenndinni andspænis hinni erlendu innrás. Þessi staða gerir hlutverk væntanlegs fjölþjóðlegs friðargæzluliðs meira en lítið snúið. Ísraelar vonast til að slíkt lið taki af þeim ómakið að tryggja að Hizbollah-liðar geti ekki gert sprengiflaugaárásir á Ísrael frá Suður-Líbanon. Eins og málin hafa þróazt er hætt við að slíkt gæzlulið yrði þar með álitið handbendi Ísraels og Bandaríkjanna í augum flestra Miðausturlandabúa og myndi nær óhjákvæmilega dragast sjálft inn í hin vopnuðu átök. Þar með væri jafnvel hætta á að álíka illa færi fyrir þessu friðargæzluliði og því sem hraktist frá Líbanon árið 1983, eftir að Hizbollah-liðar beindu sprengjutilræðum að liðsmönnum þess. Svo ekki sé minnzt á hrakfarir Unosom II-friðargæzluliðs SÞ í Sómalíu, sem forðaði sér frá því landi árið 1995.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun