Góður hagnaður Wembleysmiða 23. ágúst 2006 07:45 wembley Afhending nýja Wembley leikvangsins hefur dregist von úr viti. Leikvangurinn átti að vera tilbúinn í ágúst í fyrra en búist er við að afhendingin dragist fram á mitt næsta ár. Mynd/Getty Images Hagnaður ástralska verktakafyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. Hagnaðurinn er að mestu vegna sölu eigna og hækkunar á virði annarra eigna fyrirtækisins. Multiplex hefur umsjón með byggingu nýja Wembley íþróttaleikvangsins í Lundúnum í Bretlandi, sem átti að vera tilbúinn fyrir ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa varað við því að það muni skila frá sér færri verkum á næstu tveimur árum og séu líkur á að afhending leikvangsins dragist fram á mitt næsta ár. Verður hún þá tæpum tveimur árum á eftir áætlun. Kostnaður við nýja leikvanginn, sem rúmar níutíu þúsund manns í sæti, hefur farið langt fram úr áætlun og sagði John Roberts, stofnandi og stjórnarformaður Multiplex, af sér í maí á síðasta ári vegna þessa. Segir fyrirtækið tafir á afhendingu verksins vera komnar til vegna breytinga rekstraraðila á hönnun leikvangsins. Lengi vel var búist við að fyrirtækið þyrfti að greiða breska knattspyrnusambandinu fjörutíu milljónir punda, jafnvirði 5,2 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna tafanna en fastlega er búist við að fallið verði frá kröfunni. Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagnaður ástralska verktakafyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. Hagnaðurinn er að mestu vegna sölu eigna og hækkunar á virði annarra eigna fyrirtækisins. Multiplex hefur umsjón með byggingu nýja Wembley íþróttaleikvangsins í Lundúnum í Bretlandi, sem átti að vera tilbúinn fyrir ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa varað við því að það muni skila frá sér færri verkum á næstu tveimur árum og séu líkur á að afhending leikvangsins dragist fram á mitt næsta ár. Verður hún þá tæpum tveimur árum á eftir áætlun. Kostnaður við nýja leikvanginn, sem rúmar níutíu þúsund manns í sæti, hefur farið langt fram úr áætlun og sagði John Roberts, stofnandi og stjórnarformaður Multiplex, af sér í maí á síðasta ári vegna þessa. Segir fyrirtækið tafir á afhendingu verksins vera komnar til vegna breytinga rekstraraðila á hönnun leikvangsins. Lengi vel var búist við að fyrirtækið þyrfti að greiða breska knattspyrnusambandinu fjörutíu milljónir punda, jafnvirði 5,2 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna tafanna en fastlega er búist við að fallið verði frá kröfunni.
Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira