Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla 23. ágúst 2006 07:45 Dell svarar fyrir sig Michael Dell, stofnandi og stjórnarformaður tölvuframleiðandans Dell, sagði á föstudag að fyrirtækið myndi nota áfram rafhlöður frá Sony. MYND/AP Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitnuðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu. Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla 4,1 milljón rafhlaða frá Sony á þriðjudag í síðustu viku. Um ein milljón rafhlaða seldist utan Bandaríkjanna og er um að ræða mestu innköllun á rafeindabúnaði til þessa. Í lok vikunnar kom í ljós að fyrirtækin vissu um gallann í október á síðasta ári. Rafhlöðurnar voru seldar með fartölvum Dell frá því í apríl árið 2004 til júlí á þessu ári. Um varúðarráðstöfun var að ræða þar sem hætta var talin á að rafhlöðurnar gætu ofhitnað en vitað er um sex tilvik þar sem kviknaði í þeim. Ekki er með fullu vitað hversu mikið innköllunin mun kosta fyrirtækin en sérfræðingar telja hana geta numið þrjátíu milljörðum króna. Að sögn Rick Clancys, talsmanns Sony, snýst málið um litlar málmagnir í rafhlöðunum, sem hafi gert það að verkum að þær biluðu og ofhitnuðu. Hafi Sony gert breytingar á þeim í kjölfarið. Stjórnendur Dell og Sony ræddust við í október í fyrra og í febrúar vegna málsins en ákváðu að innkalla ekki seldar rafhlöður þar sem ekki var talið að hætta stafaði af þeim. Þá sagði hann stutt síðan Sony bárust fréttir um ofhitnun rafhlaðanna og var ákveðið að innkalla þær upp frá því. Anne Camden, talsmaður Dell, vildi ekki tjá sig um samskipti forsvarsmanna fyrirtækjanna en benti á að einblínt væri á að koma í veg fyrir viðlíka vandamál í framtíðinni. Fyrirtækin munu þrátt fyrir þetta ekki hafa í hyggju að slíta samstarfinu.
Viðskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira