Tilboð lagt fram í HoF 25. ágúst 2006 00:01 House of fraser verslanakeðjan rekur 61 vöruhús vítt og breitt um Bretlandseyjar og Írland. Gangi yfirtaka fjárfestahópsins Highland Acquisitions eftir taka kaupin gildi 8. nóvember næstkomandi. Fjárfestahópurinn Highland Acquistions Ltd. hefur lagt fram formlegt tilboð í bresku verslunarkeðjuna House of Fraser (HoF) sem hljóðar upp á 148 pens staðgreitt fyrir hvern hlut. Þetta samsvarar sextíu milljörðum króna auk vaxtaberandi skulda. Stjórn HoF hefur lagt blessun sína yfir tilboðið og mælir með því að hluthafar gangi að því. Í hópnum eru meðal annars Baugur Group, sem fer með 35 prósent, FL Group, sem heldur utan um 13,9 prósenta hlut, Don McCarthy og Stefan Cassar, stjórnendur hjá Rubion Retail, West Coast Capital, fjárfestingafélag í eigu Sir Toms Hunter ríkasta manns Skotlands, Kevin Stanford, stofnandi Karen Millen og hluthafi í Baugi, auk HBOS bankans. Baugur á tæplega tíu prósenta hlut í HoF. Fjármögnun og ráögjöf eru í höndum Bank of Scotland, Glitnis banka og Rothschild. Gangi yfirtakan eftir taka kaupin gildi þann 8. nóvember en rúmum mánuði fyrr fer fram sérstakur fundur hluthafa í HoF. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur og Tom Hunter leita færis að yfirtaka HoF því árið 2002 lagði Hunter fram tilboð upp á 85 pens sem stjórn hafnaði. Baugur seldi ellefu prósenta hlut haustið 2004 og er talið að félagið hafi grætt einn milljarð króna á viðskiptunum. Undirbúningur að yfirtökunni hefur staðið frá því i byrjun júní þegar tilkynnt var um að stjórn HoF hefði gengið að óformlegu tilboði Baugs. Undanfarnar vikur hafa fjárfestarnir legið yfir bókhaldi HoF og mynd færst yfir sjálfan fjárfestahópinn. HoF rekur 61 vöruhús á Bretlandseyjum og Írlandi undir ýmsum nöfnun og er leiðandi í smásölu merkavara, fatnaðar fyrir öll kynin, fylgihluta, snyrtivara og húsbúnaðar. Félagið var stofnað árið 1849 af þeim Hugh Fraser og James Arthur sem opnuðu tvær vefnaðarvöruverslanir í Glasgow, aðra við Argyle Street og hina við Buchanan Street. Félagið velti 135 milljörðum króna á síðasta fjárhagsári og skilaði 3,6 milljarða hagnaði fyrir skatta og óreglulega liði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins horfa fjárfestarnir á það að taka inn vinsæl tískumerki sem eru í eigu Baugs og dóttur- og hlutdeildarfélaga eins og tískumerkin Karen Millen, Oasis og Jane Norman. Jafnvel er horft á fleiri spennandi vörumerki. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestahópurinn Highland Acquistions Ltd. hefur lagt fram formlegt tilboð í bresku verslunarkeðjuna House of Fraser (HoF) sem hljóðar upp á 148 pens staðgreitt fyrir hvern hlut. Þetta samsvarar sextíu milljörðum króna auk vaxtaberandi skulda. Stjórn HoF hefur lagt blessun sína yfir tilboðið og mælir með því að hluthafar gangi að því. Í hópnum eru meðal annars Baugur Group, sem fer með 35 prósent, FL Group, sem heldur utan um 13,9 prósenta hlut, Don McCarthy og Stefan Cassar, stjórnendur hjá Rubion Retail, West Coast Capital, fjárfestingafélag í eigu Sir Toms Hunter ríkasta manns Skotlands, Kevin Stanford, stofnandi Karen Millen og hluthafi í Baugi, auk HBOS bankans. Baugur á tæplega tíu prósenta hlut í HoF. Fjármögnun og ráögjöf eru í höndum Bank of Scotland, Glitnis banka og Rothschild. Gangi yfirtakan eftir taka kaupin gildi þann 8. nóvember en rúmum mánuði fyrr fer fram sérstakur fundur hluthafa í HoF. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur og Tom Hunter leita færis að yfirtaka HoF því árið 2002 lagði Hunter fram tilboð upp á 85 pens sem stjórn hafnaði. Baugur seldi ellefu prósenta hlut haustið 2004 og er talið að félagið hafi grætt einn milljarð króna á viðskiptunum. Undirbúningur að yfirtökunni hefur staðið frá því i byrjun júní þegar tilkynnt var um að stjórn HoF hefði gengið að óformlegu tilboði Baugs. Undanfarnar vikur hafa fjárfestarnir legið yfir bókhaldi HoF og mynd færst yfir sjálfan fjárfestahópinn. HoF rekur 61 vöruhús á Bretlandseyjum og Írlandi undir ýmsum nöfnun og er leiðandi í smásölu merkavara, fatnaðar fyrir öll kynin, fylgihluta, snyrtivara og húsbúnaðar. Félagið var stofnað árið 1849 af þeim Hugh Fraser og James Arthur sem opnuðu tvær vefnaðarvöruverslanir í Glasgow, aðra við Argyle Street og hina við Buchanan Street. Félagið velti 135 milljörðum króna á síðasta fjárhagsári og skilaði 3,6 milljarða hagnaði fyrir skatta og óreglulega liði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins horfa fjárfestarnir á það að taka inn vinsæl tískumerki sem eru í eigu Baugs og dóttur- og hlutdeildarfélaga eins og tískumerkin Karen Millen, Oasis og Jane Norman. Jafnvel er horft á fleiri spennandi vörumerki.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira