Hluthafar ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo hafa samþykkt samruna tveggja af stærstu bönkum landsins. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðsvirði uppá 55 milljarða evrur, jafnvirði rúmlega 4.900 milljarða íslenskra króna.
Fastlega er búist við að hinn sameinaði banka muni einoka bankamarkaðinn á Ítalíu en útibú bankans verða helmingi fleiri en útbú keppinautarins á ítalska bankamarkaðnum.
Samruninn þykir nokkur sigur fyrir Mario Draghi, seðlabankastjóra Ítalíu, sem er fylgjandi samruna ítalskra fjármálastofnana en búist er við að fleiri ítalskir bankar muni sameinast á næstunni.
Stjórnendur bankanna munu greina frá helstu atriðum samrunans að loknum fundi þeirra á morgun.