Hvenær er maður reikistjarna? 26. ágúst 2006 11:29 Á dögunum barst okkur sú frétt að Plútó teldist ekki lengur reikistjarna. Mun æðstaráð stjörnufræðinga hafa tekið þessa ákvörðun eftir miklar og rækilegar vangaveltur. Ein af forsendunum fyrir breyttri (og lakari) stöðu Plútós er víst að utarlega í sólkerfinu mun enginn hörgull vera á hnöttum af þessu tagi og ekki leggja stjörnufræðingarnar í að kalla þá alla reikistjörnur. Sjálfur hefur Plútó ekki breyst. Hnettirnir sem líkjast honum hafa líka verið til í óratíma. Í raun kemur hin nýja ákvörðun alþjóðasambands stjörnufræðinga Plútó ekkert við heldur snýst hann um okkur sjálf. Það skiptir máli hvað við köllum reikistjörnur því að við þurfum á þeim að halda. Einu sinni voru reikistjörnurnar sjö eins og vikudagarnir. Þá töldust raunar sól og tungl vera reikistjörnur. Út frá þessum sjö reikistjörnum varð vikan til sem grundvöllur í öllu tímatali okkar menningarheims. Kínverjar þekktu sömu reikistjörnur en töldu samt aðeins fimm, því að þeir sáu að sólin og tunglið voru öðruvísi. Þessar fimm stjörnur tengdu þeir við frumefnin fimm sem skipta miklu máli í kínverskri heimspeki. Í Babýlon kunnu menn að reikna ferðir stjarnanna frá jörðu séð og reiknuðu þar með út hver röð daganna skyldi vera. Við búum enn að því. Ferill Plútós sem reikistjörnu var hins vegar skamvinnur. Hann sást ekki fyrr en 1930 þegar stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh fann hann eftir nokkra leit. Höfðu þá stjörnufræðingar leitað hans um hríð því að þeir töldu sýnt að önnur reikistjarna hefði áhrif á göngu Neptúnusar um sólu. Sú spá reyndist raunar röng því að í ljós kom að mat þeirra á massa Neptúnusar var rangt. Það var því hending að Plútó fannst þar sem hann er. Lengst af hefur áhugi manna á Plútó verið lítill en þó er merkilegt að hann hefur aldrei verið meiri en einmitt núna, þegar hnötturinn hefur misst stöðu sína. Í nýlegri skáldsögu eftir Gregory Benford er því spáð að líf muni finnast á Plútó. Nýlega hafa fundist tvö tungl sem fylgja hnettinum. Þau kallast Nix og Hydra. Geimflaugin New Horizons er lögð af stað og stefnir að lendingu á Plútó eftir tæp níu ár, 14. júlí 2015. Spurningin um það hvort Plútó teljist reikistjarna snýst hins vegar um annað en hina fyrrverandi plánetu sjálfa. Hún snýst um hugtök og staðla, en án þeirra getur veröld nútímamannsins ekki þrifist. Alþjóðasamband stjörnufræðinga ákvað að taka upp skilgreiningu á því hvað teljist vera reikistjarna, en eitt af frumskilyrðunum er að hún hrindi frá sér öðrum geimfyrirbærum en þeim sem þyngdarafl hennar á verkar á. Plútó uppfyllti ekki þetta skilyrði. Núna telst Plútó því vera dvergreikistjarna og fær þá stöðu ásamt nokkrum stærri loftsteinum í Kuiperbeltinu sem er utarlega í sólkerfinu. Það uppgötvaðist 1992 og hafa um 1000 geimfyrirbæri fundist þar síðan. Kunnasti hnötturinn er Quaoar, en hann er um helmingur af stærð Plútós og ferð hans á sporbaugi umhverfis sólina tekur 288 ár. Hnötturinn Sedna kynni að vera jafnvel enn stærri, en hann er sá hnöttur í sólkerfinu sem er fjærst sólu. Hann nær þó ekki stærð Plútós. Hnötturinn UB313 (oft kallaður Xena) sem fannst fyrir örfáum árum gæti hins vegar verið stærri og það var uppgötvun hans sem að lokum ýtti Plútó af stalli. Plútó hefur hins vegar þá sérstöðu meðal dvergreikistjarna að þar er andrúmsloft, a.m.k. hefur það ekki uppgötvast annars staðar. Clyde Tombaugh er nú látinn og upplifði ekki að horfa á uppgötvun sína missa stöðu sína. Staða hans í vísindasögunni er hins vegar trygg enda fann hann fjórtán loftsteina til viðbótar við Plútó. Aska hans mun vera um borð í New Horizons og því hugsanlegt að leifar hans komist að lokum til Plútó. Venetia Burney, ellefu ára skólastúlka sem gaf reikistjörnunni nafn, lifir hins vegar ennþá, en eftir henni hefur verið haft að henni sé sama hvaða ákvörðun stjörnufræðingarnir muni taka. Ákvörðun stjörnufræðinganna verður að teljast rökrétt að því leyti að annars hefði reikistjörnum í sólkerfinu líklega fjölgað allverulega á næstu árum og þær orðið allt að tuttugu. Slíkt er ekki leggjandi á skólabörn nú á dögum þannig að Plútó var fórnað. Væntanlega mun þó nafnið áfram vera á hvers manns muni. Walt Disney nefndi jú hund Mikka Mús eftir hnettinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Á dögunum barst okkur sú frétt að Plútó teldist ekki lengur reikistjarna. Mun æðstaráð stjörnufræðinga hafa tekið þessa ákvörðun eftir miklar og rækilegar vangaveltur. Ein af forsendunum fyrir breyttri (og lakari) stöðu Plútós er víst að utarlega í sólkerfinu mun enginn hörgull vera á hnöttum af þessu tagi og ekki leggja stjörnufræðingarnar í að kalla þá alla reikistjörnur. Sjálfur hefur Plútó ekki breyst. Hnettirnir sem líkjast honum hafa líka verið til í óratíma. Í raun kemur hin nýja ákvörðun alþjóðasambands stjörnufræðinga Plútó ekkert við heldur snýst hann um okkur sjálf. Það skiptir máli hvað við köllum reikistjörnur því að við þurfum á þeim að halda. Einu sinni voru reikistjörnurnar sjö eins og vikudagarnir. Þá töldust raunar sól og tungl vera reikistjörnur. Út frá þessum sjö reikistjörnum varð vikan til sem grundvöllur í öllu tímatali okkar menningarheims. Kínverjar þekktu sömu reikistjörnur en töldu samt aðeins fimm, því að þeir sáu að sólin og tunglið voru öðruvísi. Þessar fimm stjörnur tengdu þeir við frumefnin fimm sem skipta miklu máli í kínverskri heimspeki. Í Babýlon kunnu menn að reikna ferðir stjarnanna frá jörðu séð og reiknuðu þar með út hver röð daganna skyldi vera. Við búum enn að því. Ferill Plútós sem reikistjörnu var hins vegar skamvinnur. Hann sást ekki fyrr en 1930 þegar stjörnufræðingurinn Clyde Tombaugh fann hann eftir nokkra leit. Höfðu þá stjörnufræðingar leitað hans um hríð því að þeir töldu sýnt að önnur reikistjarna hefði áhrif á göngu Neptúnusar um sólu. Sú spá reyndist raunar röng því að í ljós kom að mat þeirra á massa Neptúnusar var rangt. Það var því hending að Plútó fannst þar sem hann er. Lengst af hefur áhugi manna á Plútó verið lítill en þó er merkilegt að hann hefur aldrei verið meiri en einmitt núna, þegar hnötturinn hefur misst stöðu sína. Í nýlegri skáldsögu eftir Gregory Benford er því spáð að líf muni finnast á Plútó. Nýlega hafa fundist tvö tungl sem fylgja hnettinum. Þau kallast Nix og Hydra. Geimflaugin New Horizons er lögð af stað og stefnir að lendingu á Plútó eftir tæp níu ár, 14. júlí 2015. Spurningin um það hvort Plútó teljist reikistjarna snýst hins vegar um annað en hina fyrrverandi plánetu sjálfa. Hún snýst um hugtök og staðla, en án þeirra getur veröld nútímamannsins ekki þrifist. Alþjóðasamband stjörnufræðinga ákvað að taka upp skilgreiningu á því hvað teljist vera reikistjarna, en eitt af frumskilyrðunum er að hún hrindi frá sér öðrum geimfyrirbærum en þeim sem þyngdarafl hennar á verkar á. Plútó uppfyllti ekki þetta skilyrði. Núna telst Plútó því vera dvergreikistjarna og fær þá stöðu ásamt nokkrum stærri loftsteinum í Kuiperbeltinu sem er utarlega í sólkerfinu. Það uppgötvaðist 1992 og hafa um 1000 geimfyrirbæri fundist þar síðan. Kunnasti hnötturinn er Quaoar, en hann er um helmingur af stærð Plútós og ferð hans á sporbaugi umhverfis sólina tekur 288 ár. Hnötturinn Sedna kynni að vera jafnvel enn stærri, en hann er sá hnöttur í sólkerfinu sem er fjærst sólu. Hann nær þó ekki stærð Plútós. Hnötturinn UB313 (oft kallaður Xena) sem fannst fyrir örfáum árum gæti hins vegar verið stærri og það var uppgötvun hans sem að lokum ýtti Plútó af stalli. Plútó hefur hins vegar þá sérstöðu meðal dvergreikistjarna að þar er andrúmsloft, a.m.k. hefur það ekki uppgötvast annars staðar. Clyde Tombaugh er nú látinn og upplifði ekki að horfa á uppgötvun sína missa stöðu sína. Staða hans í vísindasögunni er hins vegar trygg enda fann hann fjórtán loftsteina til viðbótar við Plútó. Aska hans mun vera um borð í New Horizons og því hugsanlegt að leifar hans komist að lokum til Plútó. Venetia Burney, ellefu ára skólastúlka sem gaf reikistjörnunni nafn, lifir hins vegar ennþá, en eftir henni hefur verið haft að henni sé sama hvaða ákvörðun stjörnufræðingarnir muni taka. Ákvörðun stjörnufræðinganna verður að teljast rökrétt að því leyti að annars hefði reikistjörnum í sólkerfinu líklega fjölgað allverulega á næstu árum og þær orðið allt að tuttugu. Slíkt er ekki leggjandi á skólabörn nú á dögum þannig að Plútó var fórnað. Væntanlega mun þó nafnið áfram vera á hvers manns muni. Walt Disney nefndi jú hund Mikka Mús eftir hnettinum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun