Herratískan heillar 31. ágúst 2006 08:30 Aníta er að vinna í Frúin í Hamborg á Akureyri en heldur til Bretlands í hinn fræga Central Saint Martins hönnunarskóla í september. MYND/heida.is „Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri," segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar. „Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.Skemmtilegt hettuvesti úr smiðju Anítu.Aníta er með fatahönnunina í blóðinu en mamma hennar, Anna Gunnarsdóttir, er einnig hönnuður og segist Aníta hafa lært allt um hönunn frá henni. Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta. „Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni. Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri," segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar. „Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.Skemmtilegt hettuvesti úr smiðju Anítu.Aníta er með fatahönnunina í blóðinu en mamma hennar, Anna Gunnarsdóttir, er einnig hönnuður og segist Aníta hafa lært allt um hönunn frá henni. Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta. „Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni.
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira