Refsiaðgerðir gegn Írönum skaða Dani 6. september 2006 00:01 Kofi Annan ræðir við forseta Írans Kofi Annan, sem er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hitti í byrjun mánaðarins Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans. MYND/AP Danir fluttu síðustu tólf mánuði út vörur til Íran fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna. Útflutningur héðan til Íran hefur margfaldast síðustu ár. Útflutningur á dönskum vörum til Íran hefur aukist nokkuð síðastliðin ár og eru Danir skiljanlega uggandi um hag sinn vegna yfirvofandi refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn Írönum. Danir fluttu vörur til Íran á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna eða tæplega 14 milljarða íslenskar krónur og var verðmætið svo til óbreytt á milli ára. Árið 2003 nam verðmæti útflutnings hins vegar um 713 milljónum danskra króna, jafnvirði tæpra 8,5 milljarða íslenskra króna og var vöxtur var mestur í útflutningi á vélahlutum og lyfjum. Danska dagblaðið Börsen hefur eftir forsvarsmönnum Samtaka iðnaðarins í Danmörku að ákveði SÞ að grípa til viðskiptaþvingana gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda skerði það útflutning danskra fyrirtækja. Geti samtökin lítið gert fyrir dönsk fyrirtæki annað en að vera þeim innan handar. Benda þeir á að þvinganir af þessu tagi skili oftar en ekki litlum árangri. Til samanburðar nam útflutningur frá Íslandi til Írans 40,4 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Ljóst er að útflutningur inn hefur vaxið gríðarlega síðastliðin þrjú ár en árið 2003 nam verðmæti útflutningsins 1,9 milljónum króna. Mest var flutt út til Íran af vélum til matvælaframleiðslu á tímabilinu. Viðskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danir fluttu síðustu tólf mánuði út vörur til Íran fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna. Útflutningur héðan til Íran hefur margfaldast síðustu ár. Útflutningur á dönskum vörum til Íran hefur aukist nokkuð síðastliðin ár og eru Danir skiljanlega uggandi um hag sinn vegna yfirvofandi refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn Írönum. Danir fluttu vörur til Íran á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir tæpa 1,2 milljarða danskra króna eða tæplega 14 milljarða íslenskar krónur og var verðmætið svo til óbreytt á milli ára. Árið 2003 nam verðmæti útflutnings hins vegar um 713 milljónum danskra króna, jafnvirði tæpra 8,5 milljarða íslenskra króna og var vöxtur var mestur í útflutningi á vélahlutum og lyfjum. Danska dagblaðið Börsen hefur eftir forsvarsmönnum Samtaka iðnaðarins í Danmörku að ákveði SÞ að grípa til viðskiptaþvingana gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda skerði það útflutning danskra fyrirtækja. Geti samtökin lítið gert fyrir dönsk fyrirtæki annað en að vera þeim innan handar. Benda þeir á að þvinganir af þessu tagi skili oftar en ekki litlum árangri. Til samanburðar nam útflutningur frá Íslandi til Írans 40,4 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Ljóst er að útflutningur inn hefur vaxið gríðarlega síðastliðin þrjú ár en árið 2003 nam verðmæti útflutningsins 1,9 milljónum króna. Mest var flutt út til Íran af vélum til matvælaframleiðslu á tímabilinu.
Viðskipti Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira