Ískyggilegt áhrifaleysi 6. september 2006 06:00 Að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, skyldi sýna Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eins mikla lítilsvirðingu og raun bar vitni er sá síðarnefndi heimsótti Teheran nú um mánaðamótin til að reyna að miðla málum í deilunni um kjarnorkuáætlun Írana, er nýjasti vitnisburðurinn um veikleika samtakanna. Sú var tíðin að framkvæmdastjóri SÞ var áhrifamikill maður í alþjóðakerfinu sem var sýnd virðing í samræmi við það. Undan þessari virðingu hefur fjarað. Vandinn er uppsafnaður. Bæði hafa spillingarmál, meðal annars í tengslum við svonefnda olíu-fyrir-mat-áætlun SÞ í Írak, grafið undan áhrifavaldi Annans, og að honum skuli hafa á tiltölulega löngum ferli sínum í embætti ekki hafa tekist að standa við stór orð um að koma í framkvæmd teljandi umbótum á óskilvirku skipulagi og starfsháttum samtakanna bætir ekki úr skák. En það sem alvarlegra er: margt bendir til þess að Sameinuðu þjóðirnar séu sem stofnun á góðri leið með að verða dýr erindisleysa, illa stjórnað og æ ófærari um það verkefni að annast eftirlit með alþjóðasamfélaginu, eins og sagði í leiðara brezka blaðsins Daily Telegraph í gær. Öryggisráð SÞ ályktaði í síðustu viku að senda skyldi allt að 20.000 manna friðargæzlulið til Darfúr í Súdan. En ríkisstjórnin í Kartúm hafnar því algerlega að fallast á slíka íhlutun, sem hún segir sprottna af heimsvaldastefnu. Svo að það verður ekkert úr friðargæzlu á vegum SÞ í landinu og blóðbaðið heldur áfram. Ástandið í Líbanon er heldur ekki til þess fallið að ýta undir trú á getu SÞ. Það eru rúm 28 ár síðan friðargæzlulið var fyrst sent á vegum SÞ til Líbanons. Alþjóðlega gæzluliðinu sem nú er á leið þangað, samkvæmt öryggisráðsályktun númer 1701, er falið að gera svo til nákvæmlega það sama og fyrirrennarasveitinni árið 1978. Og árangurinn lætur á sér standa. Að Sameinuðu þjóðirnar skuli heldur ekki vera þess megnugar að stuðla að lausn á kjarnorkudeilunni við Írana, sem þjóðir heims geti við unað, eru enn meiri vonbrigði. Nú er ástandið í þeirri deilu farið að minna á deiluna um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka á sínum tíma, en hún endaði jú eins og kunnugt er með því að Bandaríkjamenn og nokkrir bandamenn þeirra misstu þolinmæðina og leystu málið með sínum hætti, eins misráðin sem sú lausn svo virðist mörgum núna. Í núverandi deilu við Írana er ljóst að Bandaríkjastjórn, sama hvort hún verður undir forystu repúblikana eða demókrata, mun aldrei sætta sig við að klerkarnir í Teheran komi sér upp kjarnorkuvopnum. Það væri því óskandi að Sameinuðu þjóðunum - með öryggisráðsfastaveldin fimm í fararbroddi - tækist að finna hjá sér þann samstöðustyrk sem þarf til að höggva á þann hættulega hnút sem þessi deila virðist komin í. Þegar talað er um veikleika Sameinuðu þjóðanna er oft nefnt að stórveldin - ekki sízt Bandaríkin - beri mesta ábyrgð á því að slagkraftur samtakanna sé ekki meiri en hann er, enda telja bandarísk stjórnvöld sig ekki þurfa að lúta mörgum þeim alþjóðareglum sem öðrum aðildarríkjum SÞ er gert að fara eftir. Það gerir ábyrgð stórveldanna í öryggisráðinu þeim mun meiri að ná saman um leiðir til lausna á deilu sem þessari, í nafni allrar heimsbyggðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Skoðanir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, skyldi sýna Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eins mikla lítilsvirðingu og raun bar vitni er sá síðarnefndi heimsótti Teheran nú um mánaðamótin til að reyna að miðla málum í deilunni um kjarnorkuáætlun Írana, er nýjasti vitnisburðurinn um veikleika samtakanna. Sú var tíðin að framkvæmdastjóri SÞ var áhrifamikill maður í alþjóðakerfinu sem var sýnd virðing í samræmi við það. Undan þessari virðingu hefur fjarað. Vandinn er uppsafnaður. Bæði hafa spillingarmál, meðal annars í tengslum við svonefnda olíu-fyrir-mat-áætlun SÞ í Írak, grafið undan áhrifavaldi Annans, og að honum skuli hafa á tiltölulega löngum ferli sínum í embætti ekki hafa tekist að standa við stór orð um að koma í framkvæmd teljandi umbótum á óskilvirku skipulagi og starfsháttum samtakanna bætir ekki úr skák. En það sem alvarlegra er: margt bendir til þess að Sameinuðu þjóðirnar séu sem stofnun á góðri leið með að verða dýr erindisleysa, illa stjórnað og æ ófærari um það verkefni að annast eftirlit með alþjóðasamfélaginu, eins og sagði í leiðara brezka blaðsins Daily Telegraph í gær. Öryggisráð SÞ ályktaði í síðustu viku að senda skyldi allt að 20.000 manna friðargæzlulið til Darfúr í Súdan. En ríkisstjórnin í Kartúm hafnar því algerlega að fallast á slíka íhlutun, sem hún segir sprottna af heimsvaldastefnu. Svo að það verður ekkert úr friðargæzlu á vegum SÞ í landinu og blóðbaðið heldur áfram. Ástandið í Líbanon er heldur ekki til þess fallið að ýta undir trú á getu SÞ. Það eru rúm 28 ár síðan friðargæzlulið var fyrst sent á vegum SÞ til Líbanons. Alþjóðlega gæzluliðinu sem nú er á leið þangað, samkvæmt öryggisráðsályktun númer 1701, er falið að gera svo til nákvæmlega það sama og fyrirrennarasveitinni árið 1978. Og árangurinn lætur á sér standa. Að Sameinuðu þjóðirnar skuli heldur ekki vera þess megnugar að stuðla að lausn á kjarnorkudeilunni við Írana, sem þjóðir heims geti við unað, eru enn meiri vonbrigði. Nú er ástandið í þeirri deilu farið að minna á deiluna um meinta gereyðingarvopnaeign Íraka á sínum tíma, en hún endaði jú eins og kunnugt er með því að Bandaríkjamenn og nokkrir bandamenn þeirra misstu þolinmæðina og leystu málið með sínum hætti, eins misráðin sem sú lausn svo virðist mörgum núna. Í núverandi deilu við Írana er ljóst að Bandaríkjastjórn, sama hvort hún verður undir forystu repúblikana eða demókrata, mun aldrei sætta sig við að klerkarnir í Teheran komi sér upp kjarnorkuvopnum. Það væri því óskandi að Sameinuðu þjóðunum - með öryggisráðsfastaveldin fimm í fararbroddi - tækist að finna hjá sér þann samstöðustyrk sem þarf til að höggva á þann hættulega hnút sem þessi deila virðist komin í. Þegar talað er um veikleika Sameinuðu þjóðanna er oft nefnt að stórveldin - ekki sízt Bandaríkin - beri mesta ábyrgð á því að slagkraftur samtakanna sé ekki meiri en hann er, enda telja bandarísk stjórnvöld sig ekki þurfa að lúta mörgum þeim alþjóðareglum sem öðrum aðildarríkjum SÞ er gert að fara eftir. Það gerir ábyrgð stórveldanna í öryggisráðinu þeim mun meiri að ná saman um leiðir til lausna á deilu sem þessari, í nafni allrar heimsbyggðarinnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun