Gardell vill komast í digra sjóði Volvo 7. september 2006 09:04 Volvo er annar stærsti framleiðandi vörubíla í heiminum. Christer Gardell, sænskur kaupahéðinn sem myndaði bandalag með Burðarási í Skandia, hefur eignast fimm prósenta hlut í Volvo og er þar með orðinn annar stærsti hluthafinn á eftir Renault. Í frétt Financial Times (FT) segir Gardell að með kaupunum vilji hann þrýsta á stjórn að ganga á sjóði félagsins. Hann vill að félagið greiði út tæpa 190 milljarða króna í arð eða kaupi eigin hlutabréf á markaði og leggur auk þess til að hlutar af starfsemi Volvo verði seldir. Samkvæmt heimildum FT er um að ræða flugþróunardeild og fjárfestingaarm félagsins. Félagið er undirverðlagt að mati Gardells: ¿Það er verðlagt á 53 prósent af veltu og endurspeglar ekki viðvarandi arðsemi félagsins. Við teljum að hlutfallið ætti að vera eitt hundrað prósent.¿ Gardell lofar verk Leifs Johansson, forstjóra Volvo, en telur að íhaldssamir stjórnarmenn haldi forstjóranum niðri. Sjálfur hefur Gardell óskað eftir því að sitja stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi og hyggst taka sæti í stjórn á næsta aðalfundi. Stjórn félagsins hefur álitið mikilvægt að geta gripið í handbært fé til að ráðast í yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Hlutur Renault er um 21 prósent og er talið að hluturinn sé falur fyrir rétt verð. Kemur því til greina að Volvo kaupi hlutinn. Hlutabréf í Volvo hækkuðu um tvö prósent í gær og endaði hluturinn í genginu 428. Kaupþing í Svíþjóð mælir nú með kaupum í Volvo og metur bréfin á 446 sænskar krónur á hlut. - eþa Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Christer Gardell, sænskur kaupahéðinn sem myndaði bandalag með Burðarási í Skandia, hefur eignast fimm prósenta hlut í Volvo og er þar með orðinn annar stærsti hluthafinn á eftir Renault. Í frétt Financial Times (FT) segir Gardell að með kaupunum vilji hann þrýsta á stjórn að ganga á sjóði félagsins. Hann vill að félagið greiði út tæpa 190 milljarða króna í arð eða kaupi eigin hlutabréf á markaði og leggur auk þess til að hlutar af starfsemi Volvo verði seldir. Samkvæmt heimildum FT er um að ræða flugþróunardeild og fjárfestingaarm félagsins. Félagið er undirverðlagt að mati Gardells: ¿Það er verðlagt á 53 prósent af veltu og endurspeglar ekki viðvarandi arðsemi félagsins. Við teljum að hlutfallið ætti að vera eitt hundrað prósent.¿ Gardell lofar verk Leifs Johansson, forstjóra Volvo, en telur að íhaldssamir stjórnarmenn haldi forstjóranum niðri. Sjálfur hefur Gardell óskað eftir því að sitja stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi og hyggst taka sæti í stjórn á næsta aðalfundi. Stjórn félagsins hefur álitið mikilvægt að geta gripið í handbært fé til að ráðast í yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Hlutur Renault er um 21 prósent og er talið að hluturinn sé falur fyrir rétt verð. Kemur því til greina að Volvo kaupi hlutinn. Hlutabréf í Volvo hækkuðu um tvö prósent í gær og endaði hluturinn í genginu 428. Kaupþing í Svíþjóð mælir nú með kaupum í Volvo og metur bréfin á 446 sænskar krónur á hlut. - eþa
Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent