Magni í úrslitaþátt Rock Star 8. september 2006 00:01 Spennt. Þau Páll Óskar og Guðrún Gunnarsdóttir ásamt Eyrúnu Huld, unnustu Magna, en Icelandair hefur ákveðið að bjóða allri fjölskyldu söngvarans til Los Angeles þar sem hún mun fylgjast með söngvaranum í lokaþættinum. Magni Ásgeirsson komst í úrslitaþátt Rock Star: Supernova eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Magni var um tíma meðal þriggja neðstu eins og allir hinir fimm þátttakendurnir en þegar allt kom til alls var hann ekki í hættu. Söngvarinn frá Borgarfirði eystri verður því á sviðinu í næstu viku þegar í ljós kemur hver verður næsti söngvari rokkgrúppunnar Supernova. Sannkallað Rock Star-æði hefur gripið Íslendinga og hafa aldrei verið greidd jafn mörg atkvæði og aðfaranótt miðvikudags. Hefur verið haft á orði að það hljóti að verða erfitt fyrir þá þrjá sem etja kappi við Magna að berjast við þrjú hundruð þúsund manna kolbrjálaða þjóð í Norður-Atlantshafi. Magni fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í tónleikaþættinum en hann flutti bítlalagið Back In the U.S.S.R og frumsamda lagið When the Time Comes. Magna áskotnaðist síðan sá heiður að syngja með Supernova í atkvæðaþættinum og fékk mikið lófaklapp fyrir flutning sinn. Vinsældir Magna ná hins vegar út fyrir landsteinana, því á uppboðsvefnum eBay er til sölu armband með mynd af söngvaranum sem og músarmotta og geta aðdáendur hans fest kaup á þeim fyrir lítinn pening en mottan kostar sex dollara, sem samsvarar 420 krónum, og armbandið er falt fyrir fimm dollara, eða 350 krónur. Rock Star Supernova Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Magni Ásgeirsson komst í úrslitaþátt Rock Star: Supernova eftir að öll atkvæði höfðu verið talin. Magni var um tíma meðal þriggja neðstu eins og allir hinir fimm þátttakendurnir en þegar allt kom til alls var hann ekki í hættu. Söngvarinn frá Borgarfirði eystri verður því á sviðinu í næstu viku þegar í ljós kemur hver verður næsti söngvari rokkgrúppunnar Supernova. Sannkallað Rock Star-æði hefur gripið Íslendinga og hafa aldrei verið greidd jafn mörg atkvæði og aðfaranótt miðvikudags. Hefur verið haft á orði að það hljóti að verða erfitt fyrir þá þrjá sem etja kappi við Magna að berjast við þrjú hundruð þúsund manna kolbrjálaða þjóð í Norður-Atlantshafi. Magni fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í tónleikaþættinum en hann flutti bítlalagið Back In the U.S.S.R og frumsamda lagið When the Time Comes. Magna áskotnaðist síðan sá heiður að syngja með Supernova í atkvæðaþættinum og fékk mikið lófaklapp fyrir flutning sinn. Vinsældir Magna ná hins vegar út fyrir landsteinana, því á uppboðsvefnum eBay er til sölu armband með mynd af söngvaranum sem og músarmotta og geta aðdáendur hans fest kaup á þeim fyrir lítinn pening en mottan kostar sex dollara, sem samsvarar 420 krónum, og armbandið er falt fyrir fimm dollara, eða 350 krónur.
Rock Star Supernova Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira