Viðræður eru sagðar hafnar um hugsanleg kaup bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á OMX markaðnum, sem rekur kauphallir í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og í Eystrasaltslöndunum.
Um byrjunarstig viðræðna er að ræða, að sögn fjölmiðla.
Ekki eru taldar líkur á að af kaupum verði fyrr en Nasdaq hefur tekið ákvörðun um hvort yfirtökutilboð verði gert í Kauphöllina í Lúndunum í Bretlandi (LSE). Nasdaq á rétt rúman fjórðung bréfa í LSE.