Greitt undir fjölmiðlamógúl 13. september 2006 00:01 Rupert Murdoch. Fjölmiðlasamstæða fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdochs greiðir leigu fyrir íbúð hans í New York. Bandaríska fjölmiðlasamsteypan News Corporation, sem er í eigu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, er sögð greiða leigu fyrir íbúð hans í námunda við Central Park í New York í Bandaríkjunum. Murdoch, sem flutti í íbúðina í maí, er langt frá því að vera á flæðiskeri staddur. Fyrirtæki hans á meðal annars dagblöðin The Times og New York Post auk vefsvæðisins MySpace og Fox-fréttastöðvarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Fékk hann 25 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 1,8 milljarða íslenskra króna, í laun og aðrar greiðslur á síðasta ári. Breska dagblaðið Telegraph segir íbúðina ekki af verri endanum en um er að ræða þakhýsi í Trump-byggingunni við Park Avenue í New York og nemur leigan jafnvirði tæpra 3,6 milljóna íslenskra króna á mánuði. Murdoch seldi íbúð sína á Manhattan fyrr á árinu og mun vera að endurnýja aðra íbúð í New York sem hann keypti af Laurence Rockefeller, syni bandaríska auðkýfingsins John D. Rockefeller, fyrir tveimur árum fyrir jafnvirði tæpra 3,2 milljarða íslenskra króna. Dagblaðið hefur eftir talsmanni fyrirtækisins að það greiði leiguna einungis þar til endurbótum á hinni nýju íbúð Murdochs lýkur. Hafi fjölskylda hans þurft að flytja í hús þeirra í Los Angeles vegna þess og dvelji hann fjarri henni langdvöldum starfsins vegna. Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríska fjölmiðlasamsteypan News Corporation, sem er í eigu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, er sögð greiða leigu fyrir íbúð hans í námunda við Central Park í New York í Bandaríkjunum. Murdoch, sem flutti í íbúðina í maí, er langt frá því að vera á flæðiskeri staddur. Fyrirtæki hans á meðal annars dagblöðin The Times og New York Post auk vefsvæðisins MySpace og Fox-fréttastöðvarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Fékk hann 25 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 1,8 milljarða íslenskra króna, í laun og aðrar greiðslur á síðasta ári. Breska dagblaðið Telegraph segir íbúðina ekki af verri endanum en um er að ræða þakhýsi í Trump-byggingunni við Park Avenue í New York og nemur leigan jafnvirði tæpra 3,6 milljóna íslenskra króna á mánuði. Murdoch seldi íbúð sína á Manhattan fyrr á árinu og mun vera að endurnýja aðra íbúð í New York sem hann keypti af Laurence Rockefeller, syni bandaríska auðkýfingsins John D. Rockefeller, fyrir tveimur árum fyrir jafnvirði tæpra 3,2 milljarða íslenskra króna. Dagblaðið hefur eftir talsmanni fyrirtækisins að það greiði leiguna einungis þar til endurbótum á hinni nýju íbúð Murdochs lýkur. Hafi fjölskylda hans þurft að flytja í hús þeirra í Los Angeles vegna þess og dvelji hann fjarri henni langdvöldum starfsins vegna.
Viðskipti Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent