Styrktur til keppni við ófatlaða hlaupara 16. september 2006 00:01 Styrktarsamningur handsalaður Oscar Pistorius, suðurafrískur hlaupari, og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.Fréttablaðið/GVA Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, skrifaði í gær undir styrktarsamning við Oscar Pistorius, 19 ára gamlan heimsmethafa í 100, 200 og 400 metra hlaupi í sínum flokki. Oscar, sem er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum, er hér á landi til að aðstoða við prófun hlaupafóta sem Össur sérsmíðar á hann. Oscar stefnir á að keppa við ófatlaða hlaupara á Ólympíuleikunum í Kína, en til þess að það geti orðið að veruleika segist hann þurfa að bæta hlaupatíma sinn í 400 metra hlaupi um eina og hálfa sekúndu næstu tólf mánuði. „Það verður sjálfsagt rosaerfitt, en ég held að það sé vel mögulegt og þá ekki síst vegna þeirrar miklu aðstoðar sem ég nýt frá Össuri,“ segir hann. Besti tími Oscars í 400m hlaupi er 47,3 sekúndur en til að keppa meðal ófatlaðra þarf hann að ná að hlaupa 400 metrana á 45,5 til 45,8 sekúndum. „Nái Oscar að keppa meðal ófatlaðra á Ólympíuleikunum árið 2008 yrði hann þar með fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn til að ná slíkum árangri,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og kveður fyrirtækið vera stolt af því að fá að hjálpa honum að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Auk þess að sérsmíða á Oscar hlaupafætur styrkir Össur hann með fjárframlagi út árið 2010. - óká Viðskipti Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, skrifaði í gær undir styrktarsamning við Oscar Pistorius, 19 ára gamlan heimsmethafa í 100, 200 og 400 metra hlaupi í sínum flokki. Oscar, sem er aflimaður fyrir neðan hné á báðum fótum, er hér á landi til að aðstoða við prófun hlaupafóta sem Össur sérsmíðar á hann. Oscar stefnir á að keppa við ófatlaða hlaupara á Ólympíuleikunum í Kína, en til þess að það geti orðið að veruleika segist hann þurfa að bæta hlaupatíma sinn í 400 metra hlaupi um eina og hálfa sekúndu næstu tólf mánuði. „Það verður sjálfsagt rosaerfitt, en ég held að það sé vel mögulegt og þá ekki síst vegna þeirrar miklu aðstoðar sem ég nýt frá Össuri,“ segir hann. Besti tími Oscars í 400m hlaupi er 47,3 sekúndur en til að keppa meðal ófatlaðra þarf hann að ná að hlaupa 400 metrana á 45,5 til 45,8 sekúndum. „Nái Oscar að keppa meðal ófatlaðra á Ólympíuleikunum árið 2008 yrði hann þar með fyrsti fatlaði íþróttamaðurinn til að ná slíkum árangri,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og kveður fyrirtækið vera stolt af því að fá að hjálpa honum að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Auk þess að sérsmíða á Oscar hlaupafætur styrkir Össur hann með fjárframlagi út árið 2010. - óká
Viðskipti Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira