Refsilaust að stunda vændi Björgvin guðmundsson skrifar 21. september 2006 00:01 Vændi fyrirfinnst í öllum stórborgum vestrænna ríkja. Skiptir engu máli hvaða löggjöf er í gildi á hverjum stað - alls staðar má finna þessa starfsemi þótt missýnileg sé. Þeir sem fjalla um vændi og vilja koma í veg fyrir það hljóta að horfa til þessara staðreynda. Markmið löggjafans á að vera að draga úr skaðsemi vændis. Mikilvægast er að aðstoða þá einstaklinga sem selja aðgang að líkama sínum vegna neyðar, fíknar, ofbeldis eða hótunar um ofbeldi. Slíkt á aldrei að líðast. En að uppræta vændi er vonlaust. Alveg eins og það er vonlaust að uppræta vímuefnaneyslu í nútímasamfélagi. Skiptir engu máli hvaða ártöl eru sett á slíka baráttu. Því fyrr sem við horfumst í augu þessar staðreyndir, því betur mun okkur takast að lágmarka skaðann sem af þessu hlýst. Og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Nú hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður. Það er ekki lengur markmið að refsa fórnarlömbunum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill sumt velviljað fólk fara hin svokölluðu „sænsku leið" og gera refsivert að kaupa vændisþjónustu. Hvorki Norðmenn né Danir hafa valið þá leið. Auðvitað felast ákveðin siðferðisleg skilaboð í því að gera kaup á vændi refsiverð. Eftirspurn myndi líklega minnka í kjölfarið. En hún hyrfi ekki. Og þeir sem myndu áfram nýta sér aðstöðu vændisfólks væru ekki löghlýðnustu borgarar landsins. Það væru einstaklingar sem gefa lítið fyrir lög og reglur. Starfsemin myndi verða enn ósýnilegri en ekki upprætt. Erfiðara yrði að hafa eftirlit með fólki, veita bágstöddum hjálp og sækja ofbeldismenn til saka. Vændi er í langflestum tilvikum félagslegt vandamál. Samkvæmt tölum frá Stígamótum hafa 65 til 85 prósent kvenna sem stunda vændi orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. Þessar konur eru oft illa settar andlega, líkamlega og félagslega. Sé vændi ekki bundið við undirheimana eru meiri líkur á að hægt sé að veita þeim félagslega, læknisfræðilega og fjárhagslega aðstoð. Það er mikilvægast. Í einhverjum tilfellum fer sala kynlífs fram með fullu samþykki og vilja beggja aðila. Ríkisstjórnin, eða 63 alþingismenn, hefur ekkert með það að gera að segja fullorðnu fólki hvernig það eigi að haga sér. Fólki á að vera frjálst að selja ótilneytt líkama sinn til kynlífs á sama hátt og það selur vinnu sína. Þessi umræða vekur upp hörð viðbrögð hjá mörgum. Það er eðlilegt þegar fjallað er um velferð einstaklinga sem margir búa við skelfilegar aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að við horfum á staðreyndir málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Vændi fyrirfinnst í öllum stórborgum vestrænna ríkja. Skiptir engu máli hvaða löggjöf er í gildi á hverjum stað - alls staðar má finna þessa starfsemi þótt missýnileg sé. Þeir sem fjalla um vændi og vilja koma í veg fyrir það hljóta að horfa til þessara staðreynda. Markmið löggjafans á að vera að draga úr skaðsemi vændis. Mikilvægast er að aðstoða þá einstaklinga sem selja aðgang að líkama sínum vegna neyðar, fíknar, ofbeldis eða hótunar um ofbeldi. Slíkt á aldrei að líðast. En að uppræta vændi er vonlaust. Alveg eins og það er vonlaust að uppræta vímuefnaneyslu í nútímasamfélagi. Skiptir engu máli hvaða ártöl eru sett á slíka baráttu. Því fyrr sem við horfumst í augu þessar staðreyndir, því betur mun okkur takast að lágmarka skaðann sem af þessu hlýst. Og hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Nú hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður. Það er ekki lengur markmið að refsa fórnarlömbunum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill sumt velviljað fólk fara hin svokölluðu „sænsku leið" og gera refsivert að kaupa vændisþjónustu. Hvorki Norðmenn né Danir hafa valið þá leið. Auðvitað felast ákveðin siðferðisleg skilaboð í því að gera kaup á vændi refsiverð. Eftirspurn myndi líklega minnka í kjölfarið. En hún hyrfi ekki. Og þeir sem myndu áfram nýta sér aðstöðu vændisfólks væru ekki löghlýðnustu borgarar landsins. Það væru einstaklingar sem gefa lítið fyrir lög og reglur. Starfsemin myndi verða enn ósýnilegri en ekki upprætt. Erfiðara yrði að hafa eftirlit með fólki, veita bágstöddum hjálp og sækja ofbeldismenn til saka. Vændi er í langflestum tilvikum félagslegt vandamál. Samkvæmt tölum frá Stígamótum hafa 65 til 85 prósent kvenna sem stunda vændi orðið fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. Þessar konur eru oft illa settar andlega, líkamlega og félagslega. Sé vændi ekki bundið við undirheimana eru meiri líkur á að hægt sé að veita þeim félagslega, læknisfræðilega og fjárhagslega aðstoð. Það er mikilvægast. Í einhverjum tilfellum fer sala kynlífs fram með fullu samþykki og vilja beggja aðila. Ríkisstjórnin, eða 63 alþingismenn, hefur ekkert með það að gera að segja fullorðnu fólki hvernig það eigi að haga sér. Fólki á að vera frjálst að selja ótilneytt líkama sinn til kynlífs á sama hátt og það selur vinnu sína. Þessi umræða vekur upp hörð viðbrögð hjá mörgum. Það er eðlilegt þegar fjallað er um velferð einstaklinga sem margir búa við skelfilegar aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að við horfum á staðreyndir málsins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun