Óvíst að bankarnir vilji fara íbúðabankaleiðina 28. september 2006 00:01 Íbúðabankinn, sem stýrihópur félagsmálaráðherra leggur til að verði til úr Íbúðalánasjóði, myndi hafa umsjón með greiðslumati og samþykkt fasteignalána. Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar. Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. Enn er talsverður ágreiningur um hvert endurskoðað starfssvið Íbúðalánasjóðs á að vera. Stýrihópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að stjórnvöld hlutist til um lagabreytingar sem heimili Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. „Í fljótu bragði virðist sem tillögur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags á fasteignalánamarkaði. Gert er ráð fyrir að bankar og sparisjóðir gerist afgreiðsluaðilar nýs Íbúðabanka á hans skilmálum. Hlutverk þeirra verði að framkvæma greiðslumat og veita þjónustu vegna lánanna, fram að verulegum vanskilum,“ segir í vegvísi Landsbankans um málið. Á vinnslustigi álits stýrihópsins gerðu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) athugasemdir við fyrri tillögur og ber enn nokkuð í milli núna. Því er ekki talið sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan Íbúðabanka og segja bankarnir tillögurnar ekki líklegar til sátta. Greiningardeild KB banka bendir á að framkvæmd fjármögnunarkerfis á heildsölustigi hljóti að byggja á samvinnu við aðildarfélaga SBV og því enn óljóst hver verði framtíð Íbúðalánasjóðs. „Ljóst er þó að SBV mun ekki ganga til samstarfs á þeim grundvelli sem stýrihópurinn leggur til en ef bankar og sparisjóðir ganga ekki til samstarfs við ríkisvaldið í þessum tillögum ganga þær illa upp,“ segir jafnframt í áliti greiningardeildar Glitnis og álit stýrihópsins sagt litlu breyta um þá óvissu sem ríkt hafi um framtíð Íbúðalánasjóðs. „Enn fremur óttumst við að ekkert muni verða gert frekar til að eyða þeirri óvissu fram yfir kosningar næsta vor.“ Samkvæmt tillögum stýrihópsins verður Íbúðalánasjóður hinn eiginlegi lánveitandi fasteignalána. Hann setur reglur fyrir greiðslumat og samþykkir umsóknir rafrænt og tekur við innheimtu lánanna lendi þau í verulegum vanskilum. Íbúðabankinn heldur utan um miðlægt tölvukerfi sem sér um umsóknir, greiðslumat og samskipti við banka og sparisjóði. Munurinn á nýju og eldra kerfi íbúðalána fælist svo í útgáfu sérvarinna skuldabréfa (e. covered bonds) og afnámi ríkisábyrgðar.
Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira