Verð símtala í útlöndum lækkar í kjölfar samnings Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. október 2006 06:00 Nánara Samstarf handsalað Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, afhjúpuðu saman nýtt merki Vodafone hér á landi. Fréttablaðið/GVA Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Og fjarskipti ehf. hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis þess síðarnefnda. Hér eftir mun Og Vodafone því heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðssett undir vörumerki Vodafone. Samningurinn var kynntur með viðhöfn í nýjum höfuðstöðvum félagsins við Skútuvog í gær. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur. Samningurinn felur í sér nánara samstarf fyrirtækjanna en áður hefur verið. Með honum fáum við fullt leyfi til að nota vörumerki Vodafone og jafnframt fullan aðgang að þeirra vöru- og þjónustuframboði,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem samstarfsfyrirtæki Vodafone Group fengi leyfi til þess að nota nafn og merki Vodafone án þess að vera í eigu samstæðunnar. Árni Pétur segir mikla viðurkenningu í því fólgna fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að Vodafone Group skuli velja það sem fyrsta fyrirtækið í heiminum í nýju samstarfsfyrirkomulagi. „Af samstarfsfyrirtækjum í yfir þrjátíu löndum, flest mjög stór, völdu þeir að fá okkur til að ryðja brautina fyrir þennan farsímarisa,“ segir Árni Pétur og kveður með samkomulaginu íslenskum notendum tryggð betri þjónusta, betra samband og hagstæðara verð en áður. „Íslendingar eru löngu hættir að láta landamæri stöðva sig og greiðari aðgangur að neti Vodafone á heimsvísu á eftir að lækka símreikninginn erlendis verulega sem kemur sér vel fyrir ferðaglaða Íslendinga, hvort sem ferðast er í vinnu eða í fríi,“ segir hann. Um leið og skrifað var undir samninginn var einnig kynnt þjónustan Vodafone Passport sem gildir í átján löndum, en í þeim eru 83 prósent af reikisímtölum Íslendinga. „Notendur greiða sama mínútuverð og þeir væru staddir hér,“ segir hann og nefnir sem dæmi að kostnaður við fimm mínútna símtal hingað frá Bretlandi lækki um tæp áttatíu prósent. „Það munar um minna fyrir neytendur.“ Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, fagnaði einnig samstarfinu. „Íslenski markaðurinn er framsækinn og símnotendur kröfuharðir og vel að sér í tæknimálum. Vodafone á Íslandi hefur sýnt og sannað að þeir kunna sitt fag þegar kemur að markaðssetningu og innleiðingu á nýjungum Vodafone. Þeir hafa unnið sér fullt traust okkar sem endurspeglast í að Íslendingar fá fyrstir þjóða leyfi til þess að nota Vodafone nafnið eitt og sér.“ Jungemann segir að Vodafone komi til með að horfa til reynslunnar af samstarfinu hér áður en sambærilegir samningar verði gerðir í öðrum löndum. En kveður um leið mikilsvert að fá með þessum hætti komið vörumerki Vodafone sem víðast til neytenda og í því sé akkur fyrirtækisins fólginn. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Og Vodafone heitir eftirleiðis Vodafone á Íslandi. Í gær var skrifað undir samning við Vodafone Group um notkun vörumerkisins. Hann er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og markar upphaf nánara samstarfs fyrirtækjanna. Og fjarskipti ehf. hefur gert samning við alþjóðlega farsímafélagið Vodafone Group um nánara samstarf og samnýtingu vörumerkis þess síðarnefnda. Hér eftir mun Og Vodafone því heita Vodafone á Íslandi og verða vörur og þjónusta fyrirtækisins markaðssett undir vörumerki Vodafone. Samningurinn var kynntur með viðhöfn í nýjum höfuðstöðvum félagsins við Skútuvog í gær. „Þetta eru mikil tímamót fyrir okkur. Samningurinn felur í sér nánara samstarf fyrirtækjanna en áður hefur verið. Með honum fáum við fullt leyfi til að nota vörumerki Vodafone og jafnframt fullan aðgang að þeirra vöru- og þjónustuframboði,“ sagði Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem samstarfsfyrirtæki Vodafone Group fengi leyfi til þess að nota nafn og merki Vodafone án þess að vera í eigu samstæðunnar. Árni Pétur segir mikla viðurkenningu í því fólgna fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess að Vodafone Group skuli velja það sem fyrsta fyrirtækið í heiminum í nýju samstarfsfyrirkomulagi. „Af samstarfsfyrirtækjum í yfir þrjátíu löndum, flest mjög stór, völdu þeir að fá okkur til að ryðja brautina fyrir þennan farsímarisa,“ segir Árni Pétur og kveður með samkomulaginu íslenskum notendum tryggð betri þjónusta, betra samband og hagstæðara verð en áður. „Íslendingar eru löngu hættir að láta landamæri stöðva sig og greiðari aðgangur að neti Vodafone á heimsvísu á eftir að lækka símreikninginn erlendis verulega sem kemur sér vel fyrir ferðaglaða Íslendinga, hvort sem ferðast er í vinnu eða í fríi,“ segir hann. Um leið og skrifað var undir samninginn var einnig kynnt þjónustan Vodafone Passport sem gildir í átján löndum, en í þeim eru 83 prósent af reikisímtölum Íslendinga. „Notendur greiða sama mínútuverð og þeir væru staddir hér,“ segir hann og nefnir sem dæmi að kostnaður við fimm mínútna símtal hingað frá Bretlandi lækki um tæp áttatíu prósent. „Það munar um minna fyrir neytendur.“ Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, fagnaði einnig samstarfinu. „Íslenski markaðurinn er framsækinn og símnotendur kröfuharðir og vel að sér í tæknimálum. Vodafone á Íslandi hefur sýnt og sannað að þeir kunna sitt fag þegar kemur að markaðssetningu og innleiðingu á nýjungum Vodafone. Þeir hafa unnið sér fullt traust okkar sem endurspeglast í að Íslendingar fá fyrstir þjóða leyfi til þess að nota Vodafone nafnið eitt og sér.“ Jungemann segir að Vodafone komi til með að horfa til reynslunnar af samstarfinu hér áður en sambærilegir samningar verði gerðir í öðrum löndum. En kveður um leið mikilsvert að fá með þessum hætti komið vörumerki Vodafone sem víðast til neytenda og í því sé akkur fyrirtækisins fólginn.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira