Kaupum norska bankans BNbank, sem er í eigu Glitnis, á 45 prósenta hlut í Norsk Privatøkonomi eftir að norska fjármálaeftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin. NPØ er fjármálaþjónustufyrirtæki sem starfar um allan Noreg.
Í kjölfarið hafa þrír fulltrúar BNbank tekið sæti í sex manna stjórn NPØ.
Við kaupin í ágúst sögðu forsvarsmenn Glitnis að þeir sæju fram á samvinnu milli fyrirtækja í eigu Glitnis og NPØ og það yrði á ábyrgð BNbank að þróa það samstarf.-