FL Group styður útrás íslenskrar tónlistar 11. október 2006 00:01 Stuðningur fjárfestingarsjóðsins Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Við kynningu á sjóðinum sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur í vikunni voru listamennirnir sammála um það að samstarfið kæmi sér einkar vel fyrir þá enda hafa þeir báðir næg verkefni á takteinum í nánustu framtíð. Það kostar gríðarlega mikið að gefa út erlendis og erfitt að gera það upp á eigin spýtur, segir Garðar, sem mun til að byrja með njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi, þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur nú að útgáfu tónlistar Bang Gang í Bandaríkjunum ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records, og sjóðurinn mun koma að því verkefni. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála. Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð. Garðar Thór Cortes Því fylgir vissulega mikil áhætta að fjárfesta í útrásarverkefni með tónlist og sumir myndu álíta það fé glatað sem færi í slíkar fjárfestingar. Þess vegna segir Hannes þá einungis styðja við listamenn sem þeir hafi mikla trú á að eigi möguleika á góðum frama. Þetta er ekki styrktarsjóður. Við erum að fjárfesta í listamönnunum, segir Hannes. Barði í Bang Gang. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Stuðningur fjárfestingarsjóðsins Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Við kynningu á sjóðinum sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur í vikunni voru listamennirnir sammála um það að samstarfið kæmi sér einkar vel fyrir þá enda hafa þeir báðir næg verkefni á takteinum í nánustu framtíð. Það kostar gríðarlega mikið að gefa út erlendis og erfitt að gera það upp á eigin spýtur, segir Garðar, sem mun til að byrja með njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi, þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur nú að útgáfu tónlistar Bang Gang í Bandaríkjunum ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar, From Nowhere Records, og sjóðurinn mun koma að því verkefni. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með framgangi mála. Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum einbeitt okkur sérstaklega að tónlistinni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolunum og nú erum við að stofna þennan sjóð. Garðar Thór Cortes Því fylgir vissulega mikil áhætta að fjárfesta í útrásarverkefni með tónlist og sumir myndu álíta það fé glatað sem færi í slíkar fjárfestingar. Þess vegna segir Hannes þá einungis styðja við listamenn sem þeir hafi mikla trú á að eigi möguleika á góðum frama. Þetta er ekki styrktarsjóður. Við erum að fjárfesta í listamönnunum, segir Hannes. Barði í Bang Gang. Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tónvís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátttakendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent