Þögn Sjálfstæðisflokksins 16. október 2006 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn því að meint leyniþjónustustarfsemi á Íslandi eftir að kalda stríðinu lauk verði skoðuð. Þetta sagði Geir H. Haarde efnislega við fjölmiðla í sl. viku. Á Alþingi vék Björn Bjarnason sér ítrekað undan því að svara hvort slík starfsemi hefði verið í gangi eftir 1991. Nú liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar í grein Þórs Whitehead um meint ólöglegt eftirlit með vinstri mönnum eftir lok kalda stríðsins. Hvers vegna óttast Sjálfstæðisflokkurinn að það verði rannsakað? Njósnir um vinstri mennNýlegar upplýsingar sagnfræðinga sýna án tvímæla að pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal þingmenn og ritstjórar, voru hleraðir, og upplýsingum um stjórnmálaskoðanir fjölmargra Íslendinga var komið í hendur bandarísku leyniþjónustunnar. Það var ógeðfelld lögleysa. Það er hins vegar upplýst staðreynd í dag.Upplýsingar skortir hins vegar um hvort, og hvernig, íslensk leyniþjónusta starfaði eftir að kalda stríðinu lauk. Það mál krefst rækilegrar skoðunar af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi neituðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins því áratugum saman meðan kalda stríðið stóð að njósnað væri um vinstri menn. Grein Þórs Whitehead er skrifleg sönnun þess að fullyrðingar Sjálfstæðisflokksins voru grófar blekkingar. Spurt er: Eru það líka ósannindi hjá sjálfstæðismönnum að vinstri menn hafi ekki sætt neinum rannsóknum eftir 1991?Í öðru lagi hefur dómsmálaráðherra sjálfur upplýst á heimasíðu sinni að eftirlit sem tengdist „innra öryggi ríkisins“ – sama og leyniþjónusta – hafi verið í gangi meðan hann starfaði í forsætisráðuneytinu framundir 1980.Spurt er: Ber að skilja að þessari starfsemi hafi verið hætt þegar Björn Bjarnason lét af störfum sem skrifstofustjóri – eða er hún enn við lýði?Í þriðja lagi staðhæfir Þór Whitehead að bæði fyrir – og eftir! - að kalda stríðinu lauk hafi íslenskir öryggisþjónustumenn í samstarfi við þýska kollega rannsakað fortíð róttækra Íslendinga sem voru í námi austantjalds. Spurt er: Hver var tilgangurinn með þessari rannsókn, hver fyrirskipaði hana, og á hvaða lagaheimildum byggðist hún?Alþingismenn og ráðherrar rannsakaðirÍ hópi þeirra sem stunduðu nám í A-Þýskalandi voru alþingismenn og ráðherrar, sem 1991 voru virkir í stjórnmálum. Þeir hljóta því að hafa verið rannsakaðir af íslensku leyniþjónustunni. Í því ljósi eru upplýsingar Þórs enn alvarlegri.Þór Whitehead gefur tvennar heimildir fyrir pólitískum rannsóknum sem fram fóru eftir lok kalda stríðsins. Önnur var hægri hönd einstaklings sem Þór upplýsir að hafi stjórnað hinni „strangleynilegu öryggisþjónustu“. Hinn var skrifstofustjóri varnarmáladeildar undir lok kalda stríðsins, og síðar ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Þetta eru trúverðugar heimildir.Til hvers var þessi rannsókn gerð? Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og fleiri úr röðum námsmanna austantjalds voru árum saman erfiðustu og hörðustu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins. Nærtækast er að forystumenn íhaldsins hafi fyrirskipað rannsóknina til að finna höggstað á þeim í stjórnmálabaráttu.Þór Whitehead segir hreint út að tilgangur rannsóknarinnar hafi beinlínis verið að grafast fyrir um hvort einhver úr hópnum hafi gerst njósnari fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna, STASI. Menn geta ímyndað sér hvernig skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins hefði notað slíkar upplýsingar, ef svo hefði verið.Andrés Magnússon hefur sett fram þá tilgátu í Blaðinu, að rannsóknin hafi verið gerð til að hreinsa Svavar Gestsson af ásökunum, og gera hann gjaldgengan sem sendiherra í Natóríkjum. Um það getum við ekki vitað, meðan ekki er upplýst af hálfu dómsmálaráðherra af hverju þessir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voru rannsakaðir eftir að kalda stríðinu lauk – þegar engin sjáanleg ástæða var til þess frá sjónarhóli innra öryggis ríkisins.Ráðherrar Alþýðuflokksins á þessum tíma – þar á meðal ég – vissu ekki af þessari rannsókn á forystumönnum Alþýðubandalagsins. Jón Baldvin var þó yfirmaður annars heimildarmannsins allt fram til 1995. Það er því augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa beitt mikilli leynd til að láta rannsaka fortíð pólitískra andstæðinga sinna. Sé raunin sú, þá hafa valdamiklir stjórnmálamenn hugsanlega verið að misnota ríkið til að finna vopn, sem nota mætti í pólitískri baráttu.Hver fyrirskipaði rannsóknina sem Þór greinir frá? Af hverju svarar Björn Bjarnason ekki spurningum alþingismanna um hvort starfsemi af þessu tagi var í gangi eftir 1991? Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leggja spilin á borðið til að hreinsa andrúmsloftið sem þögn hans skapar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn því að meint leyniþjónustustarfsemi á Íslandi eftir að kalda stríðinu lauk verði skoðuð. Þetta sagði Geir H. Haarde efnislega við fjölmiðla í sl. viku. Á Alþingi vék Björn Bjarnason sér ítrekað undan því að svara hvort slík starfsemi hefði verið í gangi eftir 1991. Nú liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar í grein Þórs Whitehead um meint ólöglegt eftirlit með vinstri mönnum eftir lok kalda stríðsins. Hvers vegna óttast Sjálfstæðisflokkurinn að það verði rannsakað? Njósnir um vinstri mennNýlegar upplýsingar sagnfræðinga sýna án tvímæla að pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal þingmenn og ritstjórar, voru hleraðir, og upplýsingum um stjórnmálaskoðanir fjölmargra Íslendinga var komið í hendur bandarísku leyniþjónustunnar. Það var ógeðfelld lögleysa. Það er hins vegar upplýst staðreynd í dag.Upplýsingar skortir hins vegar um hvort, og hvernig, íslensk leyniþjónusta starfaði eftir að kalda stríðinu lauk. Það mál krefst rækilegrar skoðunar af þremur ástæðum: Í fyrsta lagi neituðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins því áratugum saman meðan kalda stríðið stóð að njósnað væri um vinstri menn. Grein Þórs Whitehead er skrifleg sönnun þess að fullyrðingar Sjálfstæðisflokksins voru grófar blekkingar. Spurt er: Eru það líka ósannindi hjá sjálfstæðismönnum að vinstri menn hafi ekki sætt neinum rannsóknum eftir 1991?Í öðru lagi hefur dómsmálaráðherra sjálfur upplýst á heimasíðu sinni að eftirlit sem tengdist „innra öryggi ríkisins“ – sama og leyniþjónusta – hafi verið í gangi meðan hann starfaði í forsætisráðuneytinu framundir 1980.Spurt er: Ber að skilja að þessari starfsemi hafi verið hætt þegar Björn Bjarnason lét af störfum sem skrifstofustjóri – eða er hún enn við lýði?Í þriðja lagi staðhæfir Þór Whitehead að bæði fyrir – og eftir! - að kalda stríðinu lauk hafi íslenskir öryggisþjónustumenn í samstarfi við þýska kollega rannsakað fortíð róttækra Íslendinga sem voru í námi austantjalds. Spurt er: Hver var tilgangurinn með þessari rannsókn, hver fyrirskipaði hana, og á hvaða lagaheimildum byggðist hún?Alþingismenn og ráðherrar rannsakaðirÍ hópi þeirra sem stunduðu nám í A-Þýskalandi voru alþingismenn og ráðherrar, sem 1991 voru virkir í stjórnmálum. Þeir hljóta því að hafa verið rannsakaðir af íslensku leyniþjónustunni. Í því ljósi eru upplýsingar Þórs enn alvarlegri.Þór Whitehead gefur tvennar heimildir fyrir pólitískum rannsóknum sem fram fóru eftir lok kalda stríðsins. Önnur var hægri hönd einstaklings sem Þór upplýsir að hafi stjórnað hinni „strangleynilegu öryggisþjónustu“. Hinn var skrifstofustjóri varnarmáladeildar undir lok kalda stríðsins, og síðar ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Þetta eru trúverðugar heimildir.Til hvers var þessi rannsókn gerð? Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og fleiri úr röðum námsmanna austantjalds voru árum saman erfiðustu og hörðustu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins. Nærtækast er að forystumenn íhaldsins hafi fyrirskipað rannsóknina til að finna höggstað á þeim í stjórnmálabaráttu.Þór Whitehead segir hreint út að tilgangur rannsóknarinnar hafi beinlínis verið að grafast fyrir um hvort einhver úr hópnum hafi gerst njósnari fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna, STASI. Menn geta ímyndað sér hvernig skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins hefði notað slíkar upplýsingar, ef svo hefði verið.Andrés Magnússon hefur sett fram þá tilgátu í Blaðinu, að rannsóknin hafi verið gerð til að hreinsa Svavar Gestsson af ásökunum, og gera hann gjaldgengan sem sendiherra í Natóríkjum. Um það getum við ekki vitað, meðan ekki er upplýst af hálfu dómsmálaráðherra af hverju þessir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins voru rannsakaðir eftir að kalda stríðinu lauk – þegar engin sjáanleg ástæða var til þess frá sjónarhóli innra öryggis ríkisins.Ráðherrar Alþýðuflokksins á þessum tíma – þar á meðal ég – vissu ekki af þessari rannsókn á forystumönnum Alþýðubandalagsins. Jón Baldvin var þó yfirmaður annars heimildarmannsins allt fram til 1995. Það er því augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa beitt mikilli leynd til að láta rannsaka fortíð pólitískra andstæðinga sinna. Sé raunin sú, þá hafa valdamiklir stjórnmálamenn hugsanlega verið að misnota ríkið til að finna vopn, sem nota mætti í pólitískri baráttu.Hver fyrirskipaði rannsóknina sem Þór greinir frá? Af hverju svarar Björn Bjarnason ekki spurningum alþingismanna um hvort starfsemi af þessu tagi var í gangi eftir 1991? Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leggja spilin á borðið til að hreinsa andrúmsloftið sem þögn hans skapar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun