Clint Eastwood boðið til Íslands um jólin 19. október 2006 18:30 Ryan Philippe Leiddist ekki dvölin hér á landi og sást oft á skemmtistöðum borgarinnar að loknum erfiðum tökudögum Leikstjórinn aldni, Clint Eastwood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykjanesi og er ekki óalgengt að kvikmyndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst róa Sambíóin og kvikmyndafyrirtækið True North nú að því öllum árum að fá kvikmyndagoðsögnina hingað og sagði Sigurður Viktor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum, að þeir væru með alla putta krosslagða. Við hlaupum og hoppum ef við getum gert eitthvað til að fá hann hingað, sagði hann en ljóst þykir að frumsýning Flags of our Fathers verður mjög stór hluti af jólahaldinu en Íslendingar berja hana augum á annan í jólum. Möguleikarnir á að Clint komi hingað hafa aukist til muna því leikstjórinn hefur lýst því yfir í heyranda hljóði að hann vilji gjarnan koma hingað aftur þótt það verði ekkert bundið neitt sérstaklega við kvikmyndina. Samkvæmt Sigurði Viktor hefur Eastwood hins vegar ákveðið að sleppa öllum stórum markaðssvæðum í Evrópu vegna myndarinnar og ætlar eingöngu að ferðast til Japans vegna hennar sem gæti minnkað líkur á heimsókn kappans. Ljósið í myrkrinu er hins vegar að fulltrúi Warner Bros. í London hringdi sérstaklega í Sambíóin og lýsti yfir mikilli ánægju með myndina og var hún sett í sama flokk og The Departed eftir Martin Scorsese og The Prestige eftir Christopher Nolan sem förðunarsérfræðingurinn Heba Þórisdóttir vann við. Hjá True North fengust þær upplýsingar að allir angar væru úti til að fá Clint hingað til lands en ekki væri kominn nein niðurstaða í málið. Við erum í góðu samstarfi við okkar fólk þarna úti og það er verið að vinna í þessu, sagði Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Leikstjórinn aldni, Clint Eastwood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykjanesi og er ekki óalgengt að kvikmyndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst róa Sambíóin og kvikmyndafyrirtækið True North nú að því öllum árum að fá kvikmyndagoðsögnina hingað og sagði Sigurður Viktor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum, að þeir væru með alla putta krosslagða. Við hlaupum og hoppum ef við getum gert eitthvað til að fá hann hingað, sagði hann en ljóst þykir að frumsýning Flags of our Fathers verður mjög stór hluti af jólahaldinu en Íslendingar berja hana augum á annan í jólum. Möguleikarnir á að Clint komi hingað hafa aukist til muna því leikstjórinn hefur lýst því yfir í heyranda hljóði að hann vilji gjarnan koma hingað aftur þótt það verði ekkert bundið neitt sérstaklega við kvikmyndina. Samkvæmt Sigurði Viktor hefur Eastwood hins vegar ákveðið að sleppa öllum stórum markaðssvæðum í Evrópu vegna myndarinnar og ætlar eingöngu að ferðast til Japans vegna hennar sem gæti minnkað líkur á heimsókn kappans. Ljósið í myrkrinu er hins vegar að fulltrúi Warner Bros. í London hringdi sérstaklega í Sambíóin og lýsti yfir mikilli ánægju með myndina og var hún sett í sama flokk og The Departed eftir Martin Scorsese og The Prestige eftir Christopher Nolan sem förðunarsérfræðingurinn Heba Þórisdóttir vann við. Hjá True North fengust þær upplýsingar að allir angar væru úti til að fá Clint hingað til lands en ekki væri kominn nein niðurstaða í málið. Við erum í góðu samstarfi við okkar fólk þarna úti og það er verið að vinna í þessu, sagði Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira