Læti á Laugaveginum 19. október 2006 14:00 Frá gjörningi Ingibjargar og Kristínar í Tjarnarbíói fyrr á þessu ári Gjörningar þeirra nálgast æ meir leiksýningar en með formerkjum myndlistarinnar. SAFN Birt með góðfúlegu leyfi listakvennanna Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur. Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þær stöllur Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir ætla að loka Laugaveginum um sexleytið á morgun. Löggan er með í ráðum um að í ljósaskiptunum verða þær með gjörning. Tilefnið er hátíðahald myndlistarmanna í Reykjavík um þessar mundir. Ingibjörg og Kristín eru uppátektarsamar konur og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Verður lið með þeim í gerningaveðrinu og er á þessu stigi máls erfitt að spá nokkru um hvað gerist – til þess verða menn að mæta, sjá og heyra. Verkið nefna þær Hulduorkan og Holdkórinn og er það hluti af listahátíðinni Sequences í Reykjavík. Báðar eru þær lærðar frá Listaháskólanum. Ingibjörg stundaði framhaldsnám við Figurativ Teaterakademian í Noregi og hefur sýnt verk sín víða: í Þýskalandi, Svíþjóð og á Íslandi - nú síðast í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Kristín er rithöfundur og myndlistarkona. Hún hefur gefið út skáldsögurnar Kjötbærinn hjá útgáfufélaginu Bjarti og ljóðabókina Húðlit auðnin. Ingibjörg og Kristín vinna gjörninginn í samvinnu við Böðvar Yngva Jakobsson og fleiri listamenn. Hann er unninn í samstarfi við Safn. Gjörningurinn varir í um 20 mínútur og segir í frétt frá Safni að um sé að ræða „metnaðarfulla sýningu sem hverfist um nokkuð aggressíft andrúmsloft og afar sterka, myndræna upplifun“. Ingibjörg segir þær Kristínu hafa átt gott samstarf á þessu sviði þetta ár, bæði í Nýló, Tjarnarbíói, Norræna húsinu og á Pakkhúsi postulanna og í Listasafni Reykjavíkur hafi þær framið gjörninga sína. Hún segir þær daðra við leikhúsið en í gluggum Safnsins á föstudag verði minna af leikmunum en í fyrri gerningum. Handrit liggi til grundvallar gerningunum og þeir skráðir með ljósmyndum og myndböndum. Því hafi þeim verið mögulegt að endurtaka fyrri gerninga á Pakkhúsi postulanna nýlega. Þær verða báðar með á föstudagskvöldið uppáklæddar en Böddi Brútal samstarfsmaður þeirra annast hljóðið. „Þetta snýst um öndun,“ segir Ingibjörg en vill ekki gefa meira upp. Gjörningurinn hefst kl. 18 á föstudagskvöldið og varir í 20 mínútur.
Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira