Tónlist

Versló-waves vinsæl

Mugison Tónlistarmaðurinn Mugison spilar í Versló í dag.
Mugison Tónlistarmaðurinn Mugison spilar í Versló í dag. mynd/daníel

Tónlistarvikunni Verslówaves lýkur í Verslunarskólanum í dag með tónleikum Kalla sem áður var í Tenderfoot og Mugison.

Alla vikuna hafa listamenn sem koma fram á Airwaves-hátíðinni spilað í Verslunarskólanum í frímínútum við góðar undirtektir. Þegar hafa Æla, Original Melody, Forgotten Lores og Pétur Ben komið fram.

Þetta er í annað sinn sem Versló-waves er haldin en í fyrra tróðu þar m.a. upp Lokbrá, Jan Mayen, Úlpa og Lára. "Við ætluðum að hafa tónleika í fyrra og ákváðum bara að hafa þetta grand og hafa heila viku," segir Björgvin Ívar Baldursson sem stendur fyrir tónlistarvikunni. "Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og þetta var hápunkturinn í félagslífinu í fyrra," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×