Sá skelfilegi atburður átti sér stað við upptökur á nýjustu mynd Leonardo DiCaprio að tæknimaður missti hendi þegar sprengja sprakk í höndunum á honum. Myndin nefnist "Blood diamond" og er með þeim Leonardo og Jennifer Connelly í aðalhlutverkum og fjallar um stríðið í Sierra Leone á tíunda áratugnum. Tæknimaðurinn var að handfjatla kröftugu sprengju sem átti að nota við upptökur og sem sprakk með ofangreindum afleiðingum.
Aðstandendur myndarinnar hafa verið mikið gagnrýndir fyrir að gæta ekki fyllsta öryggis við upptökur en fullvissa þeir þó að svo sé.

