Góðir menn eru keyptir og þeir eiga að sýna það 10. nóvember 2006 09:15 Birkir Ívar Guðmundsson Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag. „Þetta eru auðvitað töluverð viðbrigði. Maður er vanur að vinna átta tíma vinnudag og fara síðan á æfingar og spila. Þetta er kannski aðeins rólegra hérna en kannski meira álag í handboltanum og meiri pressa,“ sagði Birkir Ívar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Birkir Ívar sagði að það væri ekki margt sem hefði komið sér á óvart í atvinnumennskunni í Þýskalandi. „Það hefur kannski komið mér mest á óvart hversu vel liðin eru mönnuð og þá á ég við öll liðin. Maður vissi að þessi topplið væru mjög vel mönnuð en í rauninni eru öll liðin í deildinni vel mönnuð.“ Lübbecke er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik af þeim tíu sem búnir eru á tímabilinu. Birkir Ívar deilir markvarðarstöðunni með þýska markverðinum Torsten Friedrich. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að tæki tíma fyrir mig að komast inn í deildina. Ég var búinn að gera ákveðið plan um að gefa mér smá tíma til að komast inn í spilamennskuna hérna og sá tímapunktur er að fara að koma. Ég er nokkuð ánægður með tvo síðustu leiki hjá mér þannig að þetta er allt á uppleið. Við skiptum þessu á milli okkar en markvörðurinn sem er með mér hefur spilað ívið meira en ég.“ Birkir Ívar sagði að ekki væri lagt meiri áhersla á markmannsþjálfun þarna úti en hér heima. „Hérna er það bara þannig að menn eru keyptir af því að þeir geta eitthvað og þeir eiga bara að sýna það. Menn eiga bara að kunna sitt fag.“ HM í handbolta er í Þýskalandi í janúar og Birkir Ívar verður væntanlega í eldlínunni þar. „Við Íslendingar erum með vel mannað lið í öllum stöðum og erum með góðan þjálfara. Við erum líka með ungt lið sem er samt með reynslu. Ef við náum að halda lykilmönnum eins og Óla Stefáns ómeiddum, þá eigum við alveg að geta eitthvað á þessu móti,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag. „Þetta eru auðvitað töluverð viðbrigði. Maður er vanur að vinna átta tíma vinnudag og fara síðan á æfingar og spila. Þetta er kannski aðeins rólegra hérna en kannski meira álag í handboltanum og meiri pressa,“ sagði Birkir Ívar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Birkir Ívar sagði að það væri ekki margt sem hefði komið sér á óvart í atvinnumennskunni í Þýskalandi. „Það hefur kannski komið mér mest á óvart hversu vel liðin eru mönnuð og þá á ég við öll liðin. Maður vissi að þessi topplið væru mjög vel mönnuð en í rauninni eru öll liðin í deildinni vel mönnuð.“ Lübbecke er í næstneðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik af þeim tíu sem búnir eru á tímabilinu. Birkir Ívar deilir markvarðarstöðunni með þýska markverðinum Torsten Friedrich. „Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að tæki tíma fyrir mig að komast inn í deildina. Ég var búinn að gera ákveðið plan um að gefa mér smá tíma til að komast inn í spilamennskuna hérna og sá tímapunktur er að fara að koma. Ég er nokkuð ánægður með tvo síðustu leiki hjá mér þannig að þetta er allt á uppleið. Við skiptum þessu á milli okkar en markvörðurinn sem er með mér hefur spilað ívið meira en ég.“ Birkir Ívar sagði að ekki væri lagt meiri áhersla á markmannsþjálfun þarna úti en hér heima. „Hérna er það bara þannig að menn eru keyptir af því að þeir geta eitthvað og þeir eiga bara að sýna það. Menn eiga bara að kunna sitt fag.“ HM í handbolta er í Þýskalandi í janúar og Birkir Ívar verður væntanlega í eldlínunni þar. „Við Íslendingar erum með vel mannað lið í öllum stöðum og erum með góðan þjálfara. Við erum líka með ungt lið sem er samt með reynslu. Ef við náum að halda lykilmönnum eins og Óla Stefáns ómeiddum, þá eigum við alveg að geta eitthvað á þessu móti,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira