Í guðanna bænum, vaknið 11. nóvember 2006 00:01 Ég var að fletta í gömlum pappírum í kjallaranum hjá mér um daginn og þar úði og grúði af dóti sem ég var löngu búinn að gleyma. Skjöl og afrit, sendibréf og skýrslur og þessi líka ógrynni af ræðubútum sem ég hef flutt um dagana. Hér og þar og einkum úr pólitíkinni í fyrri tíð, þegar ég tilheyrði öðrum flokki og ekki veit ég hversvegna ég var að halda upp á þessar ræður. Flestar um frelsi einstaklingsins, einkaframtakið og sjálfsbjargarviðleitnina. Frelsi í verslun, fjármálum, atvinnulífi, frelsi markaðarins, frelsi þjóðar í köldu stríði. Skyldi nokkur maður eiga svona margar ræður um frelsið? hugsaði ég. Já, það er eins með mig og marga aðra, að það eru fluttar margar ræðurnar og fyrirlestrarnir um málefni, sem eru okkur kær en allt eru þetta börn síns tíma, því viðfangsefnin breytast dag frá degi og það er eins með frelsið. Gömlu ræðurnar mínar voru og eru líka börn síns tíma. Nú efast enginn um að frjálsræðið hefur aukist í verslun og viðskiptum, í krafti alþjóðavæðingar og evrópskra staðla og breytinga hér heima. Það hefur fært okkur margt gott. En ekki allt. Ekki nærri allt og við eigum satt að segja ennþá langa vegferð fyrir höndum, að því leyti að efla frelsi í lífsgæðum, í mannlegum samskiptum, í frelsi hugans. Í því felst hlutverk stjórnmálanna á þessum síðustu og bestu tímum að færa þetta frelsi til almúgans, til hvers og eins. Og það gerum við með því að skapa leikreglur sem eru réttlátar, svigrúm til að láta sem flesta njóta frelsis. Ekki bara til að græða peninga, heldur til að njóta lífsins í margvíslegum skilningi. Útrýma geðþóttavaldi, ótta gagnvart pólitísku gerræði, misskiptingu kynja, stétta og aldurshópa, eyða fátækt og ójöfnuði. Maður sem hefur rétt til hnífs og skeiðar í krafti lífeyris úr lífeyrissjóði sínum eða lágra launa eða mikilla skulda, gerir ekki meir en að skrimta. Hann nýtur engra lystisemda, hann hefur ekki efni á að veita sér neitt umfram nauðþurftir, hann er fjötraður í fátæktinni. Sá maður er ekki frjáls. Það er þetta fólk, þessi stóri hópur fólksins í kringum okkur, sem þarf á liðsstyrk að halda. Það er þetta fólk sem situr heima, þegar við hin flytjum ræðurnar um frelsið, þegar fræðimenn segja okkur tíðindi úr fjármálaheiminum, þegar haldnar eru kokkteilveislur til heiðurs útrásarmönnum og lukkunnar pamfílum. Þetta fólk er ekki með í umræðunni. Ég hlustaði um daginn á Stefán Ólafsson prófessor flytja fróðlegan fyrirlestur um það hvernig skattbyrðin hefur aukið ójöfnuðinn í landinu, hvernig kaupmátturinn hefur aukist jafnt og þétt hjá þeim efnamestu en ekki hjá þeim launalægstu. Við sáum þetta svart á hvítu, með línuritum og útreikningum Evrópusambandsins, OECD, Hagstofunnar og hans sjálfs. Og við sjáum þetta í kringum okkur. Fátækt dregur máttinn úr fólki, lokar það af í hjálparleysi og þunglyndi, það einangrast í sinni litlu hörðu veröld og verst er af öllu að ekki verður betur séð en þessi þróun, óréttlæti í skattbyrði, skeytingarleysi um hag þeirra launalægstu, værukærð gagnvart einstæðum foreldrum, eldra fólki, menntunarsnauðum einstaklingum, þeim lítilmögnum sem minna mega sín, sé hrein og klár pólitík. Sjálfsagt óviljandi en meðvituð. Meðvituð vegna þess að við höfum verið svo upptekin af nýfengnu frelsi auðmagnsins, að annað hefur setið á hakanum. Gleymst í öllum ræðunum. Frelsi er dýrmætt orð. Og vandmeðfarið. Í því felst ekki aðeins sú hugsjón að verða ríkur af aurum, heldur hitt ekki síður, að njóta almennra lífsgæða, tómstunda, hugðarefna, menningar. Veita börnum gott uppeldi. Vera góður við sjálfan sig. Frelsi til að geta um frjálst höfuð strokið, þora og mega. Við eigum ekki að líða ójöfnuð. Né sætta okkur við hann. Né láta hann danka. Þess vegna þarf á nýjum frelsisræðum að halda. Öðruvísi ræðum. Lífið breytist. Við breytumst. Það er ekki lengur veröld sem var. Hvar sem við stöndum í flokki, hvar sem við erum í mannvirðingarstiganum, þá megum við ekki bregðast þeirri skyldu að hugsa upp á nýtt. Endursemja ræðurnar, svara kalla samtímans. Um það snýst frelsið, sem við köllum eftir. Um það snýst pólitík dagsins. Gömlu ræðurnar eru börn síns tíma. Ef við höldum að þær séu enn í fullu gildi, þá erum við eins og nátttröll, sem hafa dagað uppi í breyttum heimi. Í guðanna bænum, mín kæru gömlu náttröll. Vaknið, vaknið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun
Ég var að fletta í gömlum pappírum í kjallaranum hjá mér um daginn og þar úði og grúði af dóti sem ég var löngu búinn að gleyma. Skjöl og afrit, sendibréf og skýrslur og þessi líka ógrynni af ræðubútum sem ég hef flutt um dagana. Hér og þar og einkum úr pólitíkinni í fyrri tíð, þegar ég tilheyrði öðrum flokki og ekki veit ég hversvegna ég var að halda upp á þessar ræður. Flestar um frelsi einstaklingsins, einkaframtakið og sjálfsbjargarviðleitnina. Frelsi í verslun, fjármálum, atvinnulífi, frelsi markaðarins, frelsi þjóðar í köldu stríði. Skyldi nokkur maður eiga svona margar ræður um frelsið? hugsaði ég. Já, það er eins með mig og marga aðra, að það eru fluttar margar ræðurnar og fyrirlestrarnir um málefni, sem eru okkur kær en allt eru þetta börn síns tíma, því viðfangsefnin breytast dag frá degi og það er eins með frelsið. Gömlu ræðurnar mínar voru og eru líka börn síns tíma. Nú efast enginn um að frjálsræðið hefur aukist í verslun og viðskiptum, í krafti alþjóðavæðingar og evrópskra staðla og breytinga hér heima. Það hefur fært okkur margt gott. En ekki allt. Ekki nærri allt og við eigum satt að segja ennþá langa vegferð fyrir höndum, að því leyti að efla frelsi í lífsgæðum, í mannlegum samskiptum, í frelsi hugans. Í því felst hlutverk stjórnmálanna á þessum síðustu og bestu tímum að færa þetta frelsi til almúgans, til hvers og eins. Og það gerum við með því að skapa leikreglur sem eru réttlátar, svigrúm til að láta sem flesta njóta frelsis. Ekki bara til að græða peninga, heldur til að njóta lífsins í margvíslegum skilningi. Útrýma geðþóttavaldi, ótta gagnvart pólitísku gerræði, misskiptingu kynja, stétta og aldurshópa, eyða fátækt og ójöfnuði. Maður sem hefur rétt til hnífs og skeiðar í krafti lífeyris úr lífeyrissjóði sínum eða lágra launa eða mikilla skulda, gerir ekki meir en að skrimta. Hann nýtur engra lystisemda, hann hefur ekki efni á að veita sér neitt umfram nauðþurftir, hann er fjötraður í fátæktinni. Sá maður er ekki frjáls. Það er þetta fólk, þessi stóri hópur fólksins í kringum okkur, sem þarf á liðsstyrk að halda. Það er þetta fólk sem situr heima, þegar við hin flytjum ræðurnar um frelsið, þegar fræðimenn segja okkur tíðindi úr fjármálaheiminum, þegar haldnar eru kokkteilveislur til heiðurs útrásarmönnum og lukkunnar pamfílum. Þetta fólk er ekki með í umræðunni. Ég hlustaði um daginn á Stefán Ólafsson prófessor flytja fróðlegan fyrirlestur um það hvernig skattbyrðin hefur aukið ójöfnuðinn í landinu, hvernig kaupmátturinn hefur aukist jafnt og þétt hjá þeim efnamestu en ekki hjá þeim launalægstu. Við sáum þetta svart á hvítu, með línuritum og útreikningum Evrópusambandsins, OECD, Hagstofunnar og hans sjálfs. Og við sjáum þetta í kringum okkur. Fátækt dregur máttinn úr fólki, lokar það af í hjálparleysi og þunglyndi, það einangrast í sinni litlu hörðu veröld og verst er af öllu að ekki verður betur séð en þessi þróun, óréttlæti í skattbyrði, skeytingarleysi um hag þeirra launalægstu, værukærð gagnvart einstæðum foreldrum, eldra fólki, menntunarsnauðum einstaklingum, þeim lítilmögnum sem minna mega sín, sé hrein og klár pólitík. Sjálfsagt óviljandi en meðvituð. Meðvituð vegna þess að við höfum verið svo upptekin af nýfengnu frelsi auðmagnsins, að annað hefur setið á hakanum. Gleymst í öllum ræðunum. Frelsi er dýrmætt orð. Og vandmeðfarið. Í því felst ekki aðeins sú hugsjón að verða ríkur af aurum, heldur hitt ekki síður, að njóta almennra lífsgæða, tómstunda, hugðarefna, menningar. Veita börnum gott uppeldi. Vera góður við sjálfan sig. Frelsi til að geta um frjálst höfuð strokið, þora og mega. Við eigum ekki að líða ójöfnuð. Né sætta okkur við hann. Né láta hann danka. Þess vegna þarf á nýjum frelsisræðum að halda. Öðruvísi ræðum. Lífið breytist. Við breytumst. Það er ekki lengur veröld sem var. Hvar sem við stöndum í flokki, hvar sem við erum í mannvirðingarstiganum, þá megum við ekki bregðast þeirri skyldu að hugsa upp á nýtt. Endursemja ræðurnar, svara kalla samtímans. Um það snýst frelsið, sem við köllum eftir. Um það snýst pólitík dagsins. Gömlu ræðurnar eru börn síns tíma. Ef við höldum að þær séu enn í fullu gildi, þá erum við eins og nátttröll, sem hafa dagað uppi í breyttum heimi. Í guðanna bænum, mín kæru gömlu náttröll. Vaknið, vaknið.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun