Gaza-ströndin 14. nóvember 2006 09:30 Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, m.a. á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Í henni gefur leikstjórinn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar og þær hörmungar sem venjulegir Palestínumenn mega þola í skugga átaka og hernáms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum hernámsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísraelskar landránsbyggðir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönnum á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með innilokunum og árásum, enda Gaza-ströndinni stundum lýst sem stærsta fangelsi heims. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagnað. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld. Hljómsveitin Retro Stefson mun leika nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson læknir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu palestínsku landi og ástandið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, m.a. á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Í henni gefur leikstjórinn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza-strandarinnar og þær hörmungar sem venjulegir Palestínumenn mega þola í skugga átaka og hernáms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum hernámsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísraelskar landránsbyggðir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönnum á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með innilokunum og árásum, enda Gaza-ströndinni stundum lýst sem stærsta fangelsi heims. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagnað. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög