Heiðraður af Dönum 14. nóvember 2006 10:30 Enn ein rósin Dagur Kári hlýtur hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun 22. nóvember næstkomandi. Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin." Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson fær enn eina rósina í hnappagatið en tilkynnt hefur verið að leikstjórinn hljóti hin virtu Peter Emil Refn-verðlaun sem afhent verða 22. nóvember næstkomandi. Dagur fær í kringum eina milljón íslenskra króna í verðlaunafé en verðlaunaafhendingin verður haldin í tengslum við hina dönsk-íslensku bíódaga sem nú standa yfir á Norðurbryggjunni í Kaupmannahöfn. Dagur Kári hefur þegar fengið Carl Th. Dryer-verðlaunin sem þykja mikil viðurkenning fyrir svona ungan leikstjóra og því ljóst að Danir hafa tekið miklu ástfóstri við hann. Ekki ómerkari leikstjórar en Lars von Trier, Nicholas Winding Refn og Lukas Moodysson hafa hlotið Peter Refn verðlaunin sem stofnuð voru til minningar um kvikmyndahúsaeigandann Peter Emil Refn en hann stofnsetti Grand Cinema sem verið hefur eitt helsta listræna kvikmyndahúsið í Danmörku undanfarin ár. Í tilefni af verðlaununum verður sérstök sérsýning á verkum Dags Kára þann 23. nóvember þar sem hann mun meðal annars sýna stuttmyndina Old Spice og Nóa albínóa og svara spurningum frá áhorfendum að sýningu lokinni. Ekki náðist í Dag Kára í gær þar sem hann er staddur í Jórdaníu. Að sögn Þóris Snæs Sigurjónssonar, kvikmyndaframleiðanda hjá ZikZak og eins nánasta samstarfsmanns Dags, er þetta mikill heiður fyrir leikstjórann. „Þetta sýnir bara hversu góða hluti Dagur hefur verið að gera og hversu virtur hann er hér í Danmörku," sagði Þórir. „Voksne mennesker náði kannski ekki mikilli aðsókn í kvikmyndahúsum en danski kvikmyndaiðnaðurinn var mjög hrifinn af henni og svo hef ég heyrt á nemendum danska kvikmyndaháskólans að þar sé hún mikils metin."
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein