Tilnefnd til verðlauna 14. nóvember 2006 16:00 AndrÉs Kolbeinsson það styttist í að Myndstefsverðlaunin svokölluðu verði veitt og var tilkynnt á föstudag hverjir væru tilnefndir að þessu sinni. Sex myndhöfundar, þrjár konur og þrír karlar, keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, en forseti Íslands úthlutar þeim hinn 21. nóvember næstkomandi. Það verður í annað sinn sem verðlaunum Myndstefs er úthlutað. Þau eru veitt fyrir afburðaframlag til myndlistar, framúrskarandi myndverk eða sýningu. Verðlaunin nema samtals einni milljón króna. Landsbanki Íslands er fjárhagslegur bakhjarl heiðursverðlaunanna og leggur til helming verðlaunafjárins en hinn helmingurinn kemur úr sjóðum Myndstefs, sem er höfundarréttarsjóður myndlistar í landinu. Andrés Kolbeinsson fyrir merkt framlag til íslenskrar ljósmyndalistar sem kynnt var almenningi í fyrsta sinn á yfirlitssýningu á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur sumarið 2006.Þessi eru tilnefnd í ár:Atli HilmarssonAtli Hilmarsson fyrir fjölþætt verkefni á sviði grafískrar hönnunar, meðal annars í tengslum við landnámssýninguna Reykjavík 871+/- í kjallara Aðalstrætis 16 og Sjónlist 2006 á Akureyri. Birgir AndrÉssonBirgir Andrésson fyrir persónulegt framlag á sviði myndlistar og frumlega túlkun á íslenskum þjóðareinkennum í verkum sínum á yfirlitssýningu í Listasafni Íslands vorið 2005. Sigríður SigþórsdóttirSigríður Sigþórsdóttir, VA arkitektum, fyrir hönnun lækningalindar Bláa lónsins og Landnámsseturs í Borgarnesi, þar sem næm tilfinning og virðing fyrir náttúrulegu umhverfi og sögulegu samhengi er einkennandi. RúríRúrí fyrir gjörninginn Tileinkun, sem fram fór við Drekkingarhyl á Þingvöllum í tengslum við samsýninguna Mega vott í Hafnarborg haustið 2006, og fyrir áhrifamikið framlag til íslenskrar myndlistar. Valgerður BergsdóttirValgerður Bergsdóttir fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni og fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistarmaður. Tilnefningar bera með sér fjölbreytileikann sem er í myndlist landsmanna: ljósmyndari sem átti sitt besta skeið á sjötta og sjöunda áratugnum en tekur enn myndir; myndlistarmaður sprottinn af akri konseftlistar; gerningakona og skúlptúristi, arkitekt, grafískur hönnuður og glerlistakona og kennari með meiru. Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Valgerði Hauksdóttur myndlistarmanni, Pétri Ármannssyni arkitekt og Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, velur úr tillögum. Innan vébanda Myndstefs eru á fjórtánda hundrað manns í sex aðildarfélögum: Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ljósmyndarafélagi Íslands, Félagi íslenskra teiknara, Félagi grafískra teiknara, Arkitektafélagi Íslands og Félagi leikmynda- og búningahöfunda. Einnig eiga aðild að Myndstefi allmargir erfingjar að myndhöfundarétti. Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
það styttist í að Myndstefsverðlaunin svokölluðu verði veitt og var tilkynnt á föstudag hverjir væru tilnefndir að þessu sinni. Sex myndhöfundar, þrjár konur og þrír karlar, keppa um heiðursverðlaun Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, en forseti Íslands úthlutar þeim hinn 21. nóvember næstkomandi. Það verður í annað sinn sem verðlaunum Myndstefs er úthlutað. Þau eru veitt fyrir afburðaframlag til myndlistar, framúrskarandi myndverk eða sýningu. Verðlaunin nema samtals einni milljón króna. Landsbanki Íslands er fjárhagslegur bakhjarl heiðursverðlaunanna og leggur til helming verðlaunafjárins en hinn helmingurinn kemur úr sjóðum Myndstefs, sem er höfundarréttarsjóður myndlistar í landinu. Andrés Kolbeinsson fyrir merkt framlag til íslenskrar ljósmyndalistar sem kynnt var almenningi í fyrsta sinn á yfirlitssýningu á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur sumarið 2006.Þessi eru tilnefnd í ár:Atli HilmarssonAtli Hilmarsson fyrir fjölþætt verkefni á sviði grafískrar hönnunar, meðal annars í tengslum við landnámssýninguna Reykjavík 871+/- í kjallara Aðalstrætis 16 og Sjónlist 2006 á Akureyri. Birgir AndrÉssonBirgir Andrésson fyrir persónulegt framlag á sviði myndlistar og frumlega túlkun á íslenskum þjóðareinkennum í verkum sínum á yfirlitssýningu í Listasafni Íslands vorið 2005. Sigríður SigþórsdóttirSigríður Sigþórsdóttir, VA arkitektum, fyrir hönnun lækningalindar Bláa lónsins og Landnámsseturs í Borgarnesi, þar sem næm tilfinning og virðing fyrir náttúrulegu umhverfi og sögulegu samhengi er einkennandi. RúríRúrí fyrir gjörninginn Tileinkun, sem fram fór við Drekkingarhyl á Þingvöllum í tengslum við samsýninguna Mega vott í Hafnarborg haustið 2006, og fyrir áhrifamikið framlag til íslenskrar myndlistar. Valgerður BergsdóttirValgerður Bergsdóttir fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni og fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistarmaður. Tilnefningar bera með sér fjölbreytileikann sem er í myndlist landsmanna: ljósmyndari sem átti sitt besta skeið á sjötta og sjöunda áratugnum en tekur enn myndir; myndlistarmaður sprottinn af akri konseftlistar; gerningakona og skúlptúristi, arkitekt, grafískur hönnuður og glerlistakona og kennari með meiru. Þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Valgerði Hauksdóttur myndlistarmanni, Pétri Ármannssyni arkitekt og Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, velur úr tillögum. Innan vébanda Myndstefs eru á fjórtánda hundrað manns í sex aðildarfélögum: Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Ljósmyndarafélagi Íslands, Félagi íslenskra teiknara, Félagi grafískra teiknara, Arkitektafélagi Íslands og Félagi leikmynda- og búningahöfunda. Einnig eiga aðild að Myndstefi allmargir erfingjar að myndhöfundarétti.
Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira