Orrustan um Alsír sýnd 14. nóvember 2006 13:30 Gillo Pontecorvo Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Battaglia di Algeri. Í kvöld og á laugardag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmyndasafnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontecorvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósigur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír-ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Palestínu og Líbanon. Myndin speglar heimskulegar tilraunir stjórnvalda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjákvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekkar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar myndir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mannkynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorfendur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildarmynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlistina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira