Krónan veiktist í gær um 1,9 prósent þegar hún fór upp fyrir gengisvísitöluna 120 og endaði í 121,8. Bæði greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans benda á að veikinguna megi rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch fyrir helgina þar sem lánshæfishorfur ríkisins voru áfram sagðar neikvæðar.
Fitch hélt símafund um málið seinnipartinn í gær og styrkist krónan á ný eftir fundinn, enda kom ekkert nýtt þar fram.