Goðsögn deyr 16. nóvember 2006 06:00 Innan örfárra ára, jafnvel strax á næsta ári, getum við átt von á Íslendingasögunum í íslenskri þýðingu. Hvað þýðir það? Jú, að sögurnar verði þýddar yfir á mál sem nútímafólki er tamt og skiljanlegt. Þetta er tímanna tákn. Fyrir rétt ríflega 60 árum voru Halldór Laxness og Ragnar í Smára ásakaðir og síðar dæmdir fyrir að nauðga þjóðararfinum með því að gefa út Laxdælu og Hrafnkelssögu með nútímastafsetningu. Þó var breytingin ekki meiri en sú að skrifa til dæmis „ég" í staðinn fyrir „ek" og „það" frekar en „þat". Nú þykir sú nútímavæðing ekki duga lengur. Halldór og Ragnar vildu á sínum tíma færa sögurnar til hins almenna lesanda, frá fornaldargrúskurum og textafræðingum. Sömu rök eru að baki þýðingum sagnanna nú. Þeir félagar voru á endanum sýknaðir og sjónarmið þeirra vann fullan sigur. Ekki þarf hins vegar mikla spádómsgáfu til að sjá fyrir að áætlanir um þýðingu Íslendingasagnanna yfir á nútímamál, verða umdeildar enda er með þeim í raun verið að leggja til grafar þá miklu goðsögn að Íslendingar nú á dögum eigi ekki í vandræðum með að lesa og skilja gamla texta á íslensku. Enn stærri brestir koma í ljós á þessari goðsögn, sem íslensk tunga hefur hvílt á, þegar heyrast fréttir af því að innan skólakerfisins og innan veggja bókaútgáfa landsins er í fúlustu alvöru verið að skoða hvort ekki sé ástæða til að huga að sérstökum „léttlestrar" útgáfum á verkum Halldórs sjálfs, því íslenskum framhaldsskólanemum gengur sífellt verr að glíma við verk nóbelsskáldsins í námi sínu. Þetta er þó ekki allt og sumt því nýjar rannsóknir sýna að bóklestur barna og unglinga er á jöfnu og hröðu undanhaldi. Vissulega eru þetta verðug íhugunarefni og áhyggjumál á Degi íslenskrar tungu; það þjóðarlíffæri hefur sjálfsagt sjaldan búið við jafn mikið tog og á okkar tímum. En útlitið við sjóndeildarhringinn er þó langt í frá að vera alsvart. Hér skal því haldið fram fullum fetum að undanfarin tvö, þrjú ár hefur meira verið skrifað og lesið á íslensku en samtals í sögu þjóðarinnar árin þar á undan. Vel má vera að bóklestur sé á hverfandi hveli en gott vald á lestri og ritun hefur sjálfsagt aldrei verið mikilvægari en nú. Ungir Íslendingar, og þeir sem eldri eru, hafa tekið í sína þjónustu af gríðarlegum krafti tölvupóst, sms, msn og blogg þar sem kílómetrar af orðum verða til á hverjum degi. Og alls staðar er fólk að lesa. Ekki bækur, enda eru þær ekki hið eina sanna heimili orða eins og stundum mætti halda. Hvernig okkar ástkæra og ylhýra móðurmáli vegnar innan þessa nýja rafræna heims er allt annað mál. En eitt er víst, íslenskufræðingar hafa nóg af spennandi viðfangsefnum að glíma við, og rúmlega það. Til hamingju með daginn. Jón Kaldal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Innan örfárra ára, jafnvel strax á næsta ári, getum við átt von á Íslendingasögunum í íslenskri þýðingu. Hvað þýðir það? Jú, að sögurnar verði þýddar yfir á mál sem nútímafólki er tamt og skiljanlegt. Þetta er tímanna tákn. Fyrir rétt ríflega 60 árum voru Halldór Laxness og Ragnar í Smára ásakaðir og síðar dæmdir fyrir að nauðga þjóðararfinum með því að gefa út Laxdælu og Hrafnkelssögu með nútímastafsetningu. Þó var breytingin ekki meiri en sú að skrifa til dæmis „ég" í staðinn fyrir „ek" og „það" frekar en „þat". Nú þykir sú nútímavæðing ekki duga lengur. Halldór og Ragnar vildu á sínum tíma færa sögurnar til hins almenna lesanda, frá fornaldargrúskurum og textafræðingum. Sömu rök eru að baki þýðingum sagnanna nú. Þeir félagar voru á endanum sýknaðir og sjónarmið þeirra vann fullan sigur. Ekki þarf hins vegar mikla spádómsgáfu til að sjá fyrir að áætlanir um þýðingu Íslendingasagnanna yfir á nútímamál, verða umdeildar enda er með þeim í raun verið að leggja til grafar þá miklu goðsögn að Íslendingar nú á dögum eigi ekki í vandræðum með að lesa og skilja gamla texta á íslensku. Enn stærri brestir koma í ljós á þessari goðsögn, sem íslensk tunga hefur hvílt á, þegar heyrast fréttir af því að innan skólakerfisins og innan veggja bókaútgáfa landsins er í fúlustu alvöru verið að skoða hvort ekki sé ástæða til að huga að sérstökum „léttlestrar" útgáfum á verkum Halldórs sjálfs, því íslenskum framhaldsskólanemum gengur sífellt verr að glíma við verk nóbelsskáldsins í námi sínu. Þetta er þó ekki allt og sumt því nýjar rannsóknir sýna að bóklestur barna og unglinga er á jöfnu og hröðu undanhaldi. Vissulega eru þetta verðug íhugunarefni og áhyggjumál á Degi íslenskrar tungu; það þjóðarlíffæri hefur sjálfsagt sjaldan búið við jafn mikið tog og á okkar tímum. En útlitið við sjóndeildarhringinn er þó langt í frá að vera alsvart. Hér skal því haldið fram fullum fetum að undanfarin tvö, þrjú ár hefur meira verið skrifað og lesið á íslensku en samtals í sögu þjóðarinnar árin þar á undan. Vel má vera að bóklestur sé á hverfandi hveli en gott vald á lestri og ritun hefur sjálfsagt aldrei verið mikilvægari en nú. Ungir Íslendingar, og þeir sem eldri eru, hafa tekið í sína þjónustu af gríðarlegum krafti tölvupóst, sms, msn og blogg þar sem kílómetrar af orðum verða til á hverjum degi. Og alls staðar er fólk að lesa. Ekki bækur, enda eru þær ekki hið eina sanna heimili orða eins og stundum mætti halda. Hvernig okkar ástkæra og ylhýra móðurmáli vegnar innan þessa nýja rafræna heims er allt annað mál. En eitt er víst, íslenskufræðingar hafa nóg af spennandi viðfangsefnum að glíma við, og rúmlega það. Til hamingju með daginn. Jón Kaldal
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun