Hristur, hrærður og í banastuði 16. nóvember 2006 11:30 MYND/AP Tuttugasta og fyrsta James Bond myndin, Casino Royale, verður frumsýnd um víða veröld á morgun og Ísland er vitaskuld engin undantekning. Myndarinnar hefur verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu enda stígur Daniel Craig sín fyrstu spor sem Bond í henni. Myndin er byggð á fyrstu skáldsögu Ians Flemming um þennan vaskasta útsendara hennar hátignar. Það má því segja að Bond fari aftur á byrjunarreit þar sem myndin fjallar um fyrsta verkefni hans eftir að hann fær nafnbótina 007 sem gefur honum leyfi til að drepa. Bond er því yngri og óreyndari en fólk hefur átt að venjast en að sama skapi harðari og óvægnari. Andstæðingur Bonds að þessu sinni er alþjóðlegi fjárfestirinn Le Chiffre sem sérhæfir sig í því að ávaxta fé hryðjuverkamanna. Sá er í vondum málum þar sem hann hefur hlunnfarið viðskiptavini sína og bregður því á það ráð að afla fjár í skyndi með því að blása til risavaxins pókermóts í spilavítinu Casino Royale. Bond er besti fjárhættuspilarinn sem breska leyniþjónustan hefur yfir að ráða og er því falið það verkefni að knésetja Le Chiffre við spilaborðið þannig að skúrknum sé nauðugur sá kostur að leita hælis hjá Bretum í skiptum fyrir það sem hann veit um viðskiptavini sína. Bond þarf þó ekki aðeins að kljást við Le Chiffre og hryðjuverkamenn þar sem hann kolfellur fyrir hinni þokkafullu Vesper Lynd sem fjármálaráðuneytið sendir með honum í leiðangurinn. Ástin ruglar dómgreind kappans sem hefur ekki áður flækst jafn illa í neti konu en þegar upp er staðið sannast hið fornkveðna á kappanum að það sem ekki drepur mann gerir mann sterkari og jafnvel kaldrifjaðri og verri. Gagnrýnendur hafa tekið Craig og nýju Bond-myndinni fagnandi enda kveður hér við nýjan og ferskan tón og Bond hefur heldur betur fengið andlitslyftingu og hefur hvorki verið svalari né harðari í horn að taka síðan Sean Connery var upp á sitt besta. Danski leikarinn Mads Mikkelsen leikur fúlmennið Le Chiffre og lætur Craig heldur betur vinna fyrir kaupinu sínu en Eva Green fer með hlutverk Vesper Lynd, stúlkunnar sem bræðir hjarta Bonds. Judi Dench endurtekur rullu sína sem M, yfirboðari Bonds, og Jeffrey Wright bregður sér í hlutverk hins hundtrygga Felix Leiter, útsendara CIA, sem hefur oft komið Bond til aðstoðar á ögurstundu. Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Tuttugasta og fyrsta James Bond myndin, Casino Royale, verður frumsýnd um víða veröld á morgun og Ísland er vitaskuld engin undantekning. Myndarinnar hefur verið beðið með óvenju mikilli eftirvæntingu enda stígur Daniel Craig sín fyrstu spor sem Bond í henni. Myndin er byggð á fyrstu skáldsögu Ians Flemming um þennan vaskasta útsendara hennar hátignar. Það má því segja að Bond fari aftur á byrjunarreit þar sem myndin fjallar um fyrsta verkefni hans eftir að hann fær nafnbótina 007 sem gefur honum leyfi til að drepa. Bond er því yngri og óreyndari en fólk hefur átt að venjast en að sama skapi harðari og óvægnari. Andstæðingur Bonds að þessu sinni er alþjóðlegi fjárfestirinn Le Chiffre sem sérhæfir sig í því að ávaxta fé hryðjuverkamanna. Sá er í vondum málum þar sem hann hefur hlunnfarið viðskiptavini sína og bregður því á það ráð að afla fjár í skyndi með því að blása til risavaxins pókermóts í spilavítinu Casino Royale. Bond er besti fjárhættuspilarinn sem breska leyniþjónustan hefur yfir að ráða og er því falið það verkefni að knésetja Le Chiffre við spilaborðið þannig að skúrknum sé nauðugur sá kostur að leita hælis hjá Bretum í skiptum fyrir það sem hann veit um viðskiptavini sína. Bond þarf þó ekki aðeins að kljást við Le Chiffre og hryðjuverkamenn þar sem hann kolfellur fyrir hinni þokkafullu Vesper Lynd sem fjármálaráðuneytið sendir með honum í leiðangurinn. Ástin ruglar dómgreind kappans sem hefur ekki áður flækst jafn illa í neti konu en þegar upp er staðið sannast hið fornkveðna á kappanum að það sem ekki drepur mann gerir mann sterkari og jafnvel kaldrifjaðri og verri. Gagnrýnendur hafa tekið Craig og nýju Bond-myndinni fagnandi enda kveður hér við nýjan og ferskan tón og Bond hefur heldur betur fengið andlitslyftingu og hefur hvorki verið svalari né harðari í horn að taka síðan Sean Connery var upp á sitt besta. Danski leikarinn Mads Mikkelsen leikur fúlmennið Le Chiffre og lætur Craig heldur betur vinna fyrir kaupinu sínu en Eva Green fer með hlutverk Vesper Lynd, stúlkunnar sem bræðir hjarta Bonds. Judi Dench endurtekur rullu sína sem M, yfirboðari Bonds, og Jeffrey Wright bregður sér í hlutverk hins hundtrygga Felix Leiter, útsendara CIA, sem hefur oft komið Bond til aðstoðar á ögurstundu.
Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira