Uppgjörsplata Ívars 17. nóvember 2006 13:45 Tónlistarmaðurinn Ívar Bjarklind hefur gefið út sína fyrstu plötu. Fyrsta plata Ívars Bjarklind, Blóm eru smá, er komin út. Á persónlegan hátt gerir Ívar þar upp líf sitt með fallegum lagasmíðum og innihaldsríkum textum. Platan hefur að geyma átta popplög og eru þau öll með textum eftir Ívar. „Þetta eru lög sem ég byrjaði að búa til eftir að kláraði þessa Mír-plötu sem kom út 2003. Textarnir eru allir samdir meira á nálægu tímabili, enda heyrist það kannski svolítið á tilfinningunni á plötunni. Þetta er svolítil uppgjörsplata," segir Ívar, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari í fótbolta með ÍBV og KR. „Ég ákvað, eftir að hafa farið í gegnum þá reynslu, að gefa út plötu með bandi og til þess að það gangi upp þurfa allir að vera í sama fíling og nenna þessu. Ég hreinlega nennti ekki að vera stofna einhverja aðra hljómsveit enda finnst mér miklu betra að gera þetta einn." Orri Harðarson útsetur lögin og leikur á flest hjóðfæri. Aðspurður segir Ívar að samstarfið við Orra hafi verið frábært. „Við unnum mjög náið saman í þessu ferli og ég held að það sé af því að við erum svo miklir mátar. Það er æðislegt að vinna plötu með einum af sínum bestu vinum." Menning Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fyrsta plata Ívars Bjarklind, Blóm eru smá, er komin út. Á persónlegan hátt gerir Ívar þar upp líf sitt með fallegum lagasmíðum og innihaldsríkum textum. Platan hefur að geyma átta popplög og eru þau öll með textum eftir Ívar. „Þetta eru lög sem ég byrjaði að búa til eftir að kláraði þessa Mír-plötu sem kom út 2003. Textarnir eru allir samdir meira á nálægu tímabili, enda heyrist það kannski svolítið á tilfinningunni á plötunni. Þetta er svolítil uppgjörsplata," segir Ívar, sem er fyrrverandi Íslandsmeistari í fótbolta með ÍBV og KR. „Ég ákvað, eftir að hafa farið í gegnum þá reynslu, að gefa út plötu með bandi og til þess að það gangi upp þurfa allir að vera í sama fíling og nenna þessu. Ég hreinlega nennti ekki að vera stofna einhverja aðra hljómsveit enda finnst mér miklu betra að gera þetta einn." Orri Harðarson útsetur lögin og leikur á flest hjóðfæri. Aðspurður segir Ívar að samstarfið við Orra hafi verið frábært. „Við unnum mjög náið saman í þessu ferli og ég held að það sé af því að við erum svo miklir mátar. Það er æðislegt að vinna plötu með einum af sínum bestu vinum."
Menning Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira