Evran og lýðræðið 26. nóvember 2006 00:01 Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hélt á föstudaginn málþing um stöðu Íslands í utanríkismálum. Þar talaði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Ég heyrði ekki ræðu Valgerðar en ég las ummæli hennar sem birtust hér í Fréttablaðinu í gær. Þar komst ráðherrann meðal annars að þeirri niðurstöðu að við Íslendingar hefðum nú meira sjálfstraust en áður, að við stæðum keikir á alþjóðavettvangi og því ættum við að taka virkari þátt á pólitískri hlið Evrópusamvinnunar. Ég verð að játa að ég hef nokkrar efasemdir um þessa nálgun á umræðunni um ESB. Enginn efast um að Ísland er hluti af evrópsku þjóðafjölskyldunni, saga okkar og menning er evrópsk og framtíð okkar er evrópsk. Ákvörðunin um að grundvalla samskipti okkar við ríki Evrópu á samningnum um EES er ekki hægt að túlka sem svo að okkur hafi skort sjálfstraust til að ganga í ESB. Það hefur einfaldlega verið mat íslenskra ráðamanna að íslenskum hagsmunum væri best borgið með því samstarfi sem EES býður upp á. Ég er því ekki sammála Valgerði um að þetta snúist um sjálfstraust eða sjálfsmynd. Það hafa ekki komið fram knýjandi rök fyrir því að þjóðin gangi í ESB, gallarnir við það að ganga inn eru fleiri en kostirnir sem því fylgja. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið veitir okkur að mestu sömu viðskiptakjör eins og við værum hluti af ESB. Við erum vissulega ekki fullgildir þátttakendur í pólitíska starfinu í Evrópu, það er augljóst. En spurningin er þessi, viljum við vera það, hvað er nákvæmlega unnið með því og hverju er fórnandi fyrir það? Valgerður nefndi að það yrði erfitt að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál við ESB. Þetta er rétt hjá Valgerði og hér á landi hafa hörðustu fylgismenn aðildar að ESB haft á orði að vitanlega yrðum við Íslendingar að afsala okkur fullum yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni ef við gengjum í sambandið. Þeirra mat er síðan það að ávinningurinn af aðild sé svo mikill að hægt væri að réttlæta slíka ákvörðun. Ólíklegt er að íslenska þjóðin muni samþykkja slíka gjörð, ég tala nú ekki um þegar viðbætast stóraukin útgjöld ríkissjóðs til Brussel og framsal á möguleikum okkar til að reka sjálfstæða peningamálastefnu. Hvað síðasta þáttinn varðar er rétt að minna á skoðanir hagfræðingsins Robert Mundell sem kallaður hefur verið guðfaðir evrunnar. Niðurstaða hans var sú að það þjónaði ekki hagsmunum Íslands að taka upp evru. Hlutverk evrunnar er bæði efnahagslegt og ekki síður pólitískt. Sameiginleg mynt á að knýja áfram pólitískan samruna ESB landanna. Sameiginlegur seðlabanki og sameiginlegir stýrivextir knýja á um að ríkisfjármál aðildarlandanna og efnahagsstarfsemin almennt séu í miklum takt. Milton Friedman benti réttilega á að það væri mjög flókið mál þegar sjálfstæð ríki gæfu út sameiginlega mynt sem ólíkt gull- eða silfurfæti gæti misst verðgildi sitt í verðbólgu. Hættan á því að einstaka lönd lentu í vandræðum og gætu ekki búið við hina sameiginlegu vaxtastefnu væri mikil. Sérstaklega gæti reynt á þetta á næsta áratug eða svo þegar nýju aðildaríkin tækju upp evruna. Friedman, sem var flestum mönnum fróðari um stjórn peningamála, var ekki alltof bjartsýnn á langtímahorfur evrunnar. Eina raunhæfa leiðin til að koma í veg fyrir þetta vandamál er að auka og dýpka hinn pólitíska og efnahagslega samruna ESB - sambandsríki Evrópu sambærileg við Bandaríki Norður Ameríku er sú lausn sem upptaka evrunnar ýtir undir. Þetta vita leiðtogar ESB og því hafa þeir reynt að ýta á aukinn samruna sambandins. En vandinn er sá að þjóðir Evrópu eru ólíkar innbyrðis og það virðist sem svo að almenningur í Evrópu líti fyrst á sig sem Frakka, Ítali, Þjóðverja, Englendinga o.s.frv. löngu áður en kemur að einhvers konar sameiginlegri evrópskri sjálfsmynd. Þetta kom skýrt fram nú á dögunum þegar Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrárhugmyndir ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum. En sameiginleg evrópsk sjálfsmynd er forsenda þess að hægt sé að tala um evrópskt lýðræði sem væri grunnur þess að færa aukið vald til Brussel. Sameiginleg evrópsk sjálfsmynd þýðir meðal annars að það sé eitthvert bindiefni sem gerir íbúum Evrópu mögulegt að ræða saman út fyrir eigin landamæri, gerir þeim kleift að komast að sameiginlegri niðurstöðu í kosningum sem taka til allra þegna álfunnar. Það virðist sem svo að þetta bindiefni sé til staðar hjá stórum hópi evrópskra stjórnmálamanna en því miður fyrir samrunahugmyndir þeirra þá virðist það bindiefni ekki ná til almennings. Aukið valdaframsal til Brussel án þess að til þess séu lýðræðislegar forsendur mun aldrei ganga upp. Þessi staðreynd stangast augljóslega á við þarfir evrunnar. Í ljósi þess að EES samningurinn þjónar hagsmunum okkar vel er ástæða fyrir okkur Íslendinga að bíða rólegir og sjá hver þróun mála verður í ESB á næsta áratug eða svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hélt á föstudaginn málþing um stöðu Íslands í utanríkismálum. Þar talaði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Ég heyrði ekki ræðu Valgerðar en ég las ummæli hennar sem birtust hér í Fréttablaðinu í gær. Þar komst ráðherrann meðal annars að þeirri niðurstöðu að við Íslendingar hefðum nú meira sjálfstraust en áður, að við stæðum keikir á alþjóðavettvangi og því ættum við að taka virkari þátt á pólitískri hlið Evrópusamvinnunar. Ég verð að játa að ég hef nokkrar efasemdir um þessa nálgun á umræðunni um ESB. Enginn efast um að Ísland er hluti af evrópsku þjóðafjölskyldunni, saga okkar og menning er evrópsk og framtíð okkar er evrópsk. Ákvörðunin um að grundvalla samskipti okkar við ríki Evrópu á samningnum um EES er ekki hægt að túlka sem svo að okkur hafi skort sjálfstraust til að ganga í ESB. Það hefur einfaldlega verið mat íslenskra ráðamanna að íslenskum hagsmunum væri best borgið með því samstarfi sem EES býður upp á. Ég er því ekki sammála Valgerði um að þetta snúist um sjálfstraust eða sjálfsmynd. Það hafa ekki komið fram knýjandi rök fyrir því að þjóðin gangi í ESB, gallarnir við það að ganga inn eru fleiri en kostirnir sem því fylgja. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið veitir okkur að mestu sömu viðskiptakjör eins og við værum hluti af ESB. Við erum vissulega ekki fullgildir þátttakendur í pólitíska starfinu í Evrópu, það er augljóst. En spurningin er þessi, viljum við vera það, hvað er nákvæmlega unnið með því og hverju er fórnandi fyrir það? Valgerður nefndi að það yrði erfitt að ná samkomulagi um sjávarútvegsmál við ESB. Þetta er rétt hjá Valgerði og hér á landi hafa hörðustu fylgismenn aðildar að ESB haft á orði að vitanlega yrðum við Íslendingar að afsala okkur fullum yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni ef við gengjum í sambandið. Þeirra mat er síðan það að ávinningurinn af aðild sé svo mikill að hægt væri að réttlæta slíka ákvörðun. Ólíklegt er að íslenska þjóðin muni samþykkja slíka gjörð, ég tala nú ekki um þegar viðbætast stóraukin útgjöld ríkissjóðs til Brussel og framsal á möguleikum okkar til að reka sjálfstæða peningamálastefnu. Hvað síðasta þáttinn varðar er rétt að minna á skoðanir hagfræðingsins Robert Mundell sem kallaður hefur verið guðfaðir evrunnar. Niðurstaða hans var sú að það þjónaði ekki hagsmunum Íslands að taka upp evru. Hlutverk evrunnar er bæði efnahagslegt og ekki síður pólitískt. Sameiginleg mynt á að knýja áfram pólitískan samruna ESB landanna. Sameiginlegur seðlabanki og sameiginlegir stýrivextir knýja á um að ríkisfjármál aðildarlandanna og efnahagsstarfsemin almennt séu í miklum takt. Milton Friedman benti réttilega á að það væri mjög flókið mál þegar sjálfstæð ríki gæfu út sameiginlega mynt sem ólíkt gull- eða silfurfæti gæti misst verðgildi sitt í verðbólgu. Hættan á því að einstaka lönd lentu í vandræðum og gætu ekki búið við hina sameiginlegu vaxtastefnu væri mikil. Sérstaklega gæti reynt á þetta á næsta áratug eða svo þegar nýju aðildaríkin tækju upp evruna. Friedman, sem var flestum mönnum fróðari um stjórn peningamála, var ekki alltof bjartsýnn á langtímahorfur evrunnar. Eina raunhæfa leiðin til að koma í veg fyrir þetta vandamál er að auka og dýpka hinn pólitíska og efnahagslega samruna ESB - sambandsríki Evrópu sambærileg við Bandaríki Norður Ameríku er sú lausn sem upptaka evrunnar ýtir undir. Þetta vita leiðtogar ESB og því hafa þeir reynt að ýta á aukinn samruna sambandins. En vandinn er sá að þjóðir Evrópu eru ólíkar innbyrðis og það virðist sem svo að almenningur í Evrópu líti fyrst á sig sem Frakka, Ítali, Þjóðverja, Englendinga o.s.frv. löngu áður en kemur að einhvers konar sameiginlegri evrópskri sjálfsmynd. Þetta kom skýrt fram nú á dögunum þegar Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrárhugmyndir ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum. En sameiginleg evrópsk sjálfsmynd er forsenda þess að hægt sé að tala um evrópskt lýðræði sem væri grunnur þess að færa aukið vald til Brussel. Sameiginleg evrópsk sjálfsmynd þýðir meðal annars að það sé eitthvert bindiefni sem gerir íbúum Evrópu mögulegt að ræða saman út fyrir eigin landamæri, gerir þeim kleift að komast að sameiginlegri niðurstöðu í kosningum sem taka til allra þegna álfunnar. Það virðist sem svo að þetta bindiefni sé til staðar hjá stórum hópi evrópskra stjórnmálamanna en því miður fyrir samrunahugmyndir þeirra þá virðist það bindiefni ekki ná til almennings. Aukið valdaframsal til Brussel án þess að til þess séu lýðræðislegar forsendur mun aldrei ganga upp. Þessi staðreynd stangast augljóslega á við þarfir evrunnar. Í ljósi þess að EES samningurinn þjónar hagsmunum okkar vel er ástæða fyrir okkur Íslendinga að bíða rólegir og sjá hver þróun mála verður í ESB á næsta áratug eða svo.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun