Frelsi til að skipta ekki um skoðun 28. nóvember 2006 09:30 Á undan sinni samtíð - Ellert B. Schram. Stjörnur: 3 Á undan sinni samtíð - sönn skáldsaga, eftir Ellert B. Schram, er hálfkæringur og tómstundaiðja í rituðu máli. Svona dund til að drepa tímann. Kannski ofurlítill broddur í háðinu, kannski einhvers konar uppgjör við liðna tíð, en alls ekki illa meint. Enginn skyldi taka þessa sögu hátíðlega eða misskilja tiltækið og telja Ellert með rithöfundum. Bara alls ekki. Ofangreind málsgrein er uppsuða úr orðum frá höfundi sem finna má aftast í bókinni. Þar segir Ellert afar afsakandi af tilurð bókarinnar og gerð. En óvart varpar höfundur þar ljósi á helsta galla þessarar annars ágætu bókar. Það hlýtur að teljast hæpið að bjóða lesendum upp á bók sem, ef marka má orð höfundar sjálfs, er hálfgerð hrákasmíð. Gengur eiginlega ekki upp að senda frá sér bók ef ekki fylgir hugur máli. Innbyggð mótsögn og orðin túlkast því sem hæ-verskugrobb. Bókin rekur í stórum dráttum lífshlaup tveggja samtíðarmanna úr Reykjavík, jafnaldranna Guðbjörns Þórðarsonar og Eggerts Schevings. Eggert, sem höfundur augljóslega byggir á sjálfum sér, er sveimhugi. Flýtur með, lendir á þingi, verður ritstjóri fyrir tilviljun, er fótbolta- og félagsmálafrömuður með lágstemmt sjálfsmat. Guðbjörn, eða Búbbi, er hins vegar athafnaskáld með stóru A-i. Grósser af gamla skólanum. Ekkert lánast honum þó og ekki hleypur á snærið hjá Búbba eins og þeim Jóa í Gratís og Bjarnólfi sem á sínum tíma flæktist af illri nauðsyn með sitt hafurtask til Pétursborgar. Það þrátt fyrir að Búbbi hafi otað sínum tota og komið sér innundir hjá toppunum í samfélagi sem byggist á samansúrruðu og spilltu samtryggingarkerfi. Ellert á ótrúlega auðvelt með að varpa ljósi á þjóðfélagsgerðina í gegnum þessa fulltrúa stríðskynslóðarinnar og þróun sem orðið hefur: Frá spilltu og lokuðu klíkusamfélagi í átt til frjálsræðis, einkavinavæðingar og misskiptingar. Ádeilan er hárbeitt á stundum þó sett sé fram á „léttum" nótum. Eins og til dæmis þegar segir af því þegar Eggert skiptir um flokk. Fer úr Íhaldsflokknum og gengur til liðs við Breiðfylkinguna. Fremur þar með ófyrirgefanleg svik við málstaðinn um frelsi einstaklingsins. Því dyggir fótgönguliðar hins rótgróna flokkakerfis eiga ekki að bregða sér út af sporinu. Og ala þannig á ranghugmyndum kjósenda sem eru, þegar allt kemur til alls, meira í líkingu við sauðfénað en hugsandi verur. Fer á sína kró í kjörklefanum hvernig svo sem vindarnir blása. „Svoleiðis gera menn ekki í frjálsu þjóðfélagi og allra síst ef þeir eru talsmenn einstaklingsfrelsis og alls ekki ef þeir vilja hafa eitthvert gagn af frelsinu. Frelsið er þvert á móti fólgið í því að nýta sér frelsi til að skipta aldrei um skoðun og þegja þá um það ef það hendir. Frjálshuga menn umgangast ekki fólk sem er svo vitlaust að yfirgefa flokka sem berjast fyrir frelsi. Það eru svik við málstaðinn um frelsi einstaklingsins." (Bls. 142) Höfundur gerir sjálfum sér óleik með því að vísa til stórvirkja bókmenntasögunnar á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes, Góða dátann Svejk eftir Hasek og Bör Börsson eftir Falkberget. Þó ljóst megi vera að Ellert ætlar sér engan samanburð við þessa höfunda vekur hann engu að síður upp slík hugrenningatengsl með því að nefna þessar bækur. Á undan sinni samtíð er ekki á pari við þau meistaraverk. Ekki síst vegna hiks og þess að ekki er ekið með lesendur alla leið - sett meira kjöt á beinin. Því ekki vantar efniviðinn, bókin er stórskemmtileg og athyglisverð á köflum auk þess sem Ellert býr yfir liprum, rembingslausum og skemmtilegum stíl. Þegar hann dregur upp næstu bók ætti hann að stíga skrefið til fulls með það í huga að skop er dauðans alvara. Þriðja stjarnan er því sett hér fram í þeirri vissu að ekkert er því til fyrirstöðu að Ellert miði sig frekar við Hasek en hálfkæring á borð við Þá hló þingheimur, sagnamanninn Örn Clausen eða Lífsins melódí eftir Árna Johnsen - með fullri virðingu. Jakob Bjarnar Grétarsson Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á undan sinni samtíð - sönn skáldsaga, eftir Ellert B. Schram, er hálfkæringur og tómstundaiðja í rituðu máli. Svona dund til að drepa tímann. Kannski ofurlítill broddur í háðinu, kannski einhvers konar uppgjör við liðna tíð, en alls ekki illa meint. Enginn skyldi taka þessa sögu hátíðlega eða misskilja tiltækið og telja Ellert með rithöfundum. Bara alls ekki. Ofangreind málsgrein er uppsuða úr orðum frá höfundi sem finna má aftast í bókinni. Þar segir Ellert afar afsakandi af tilurð bókarinnar og gerð. En óvart varpar höfundur þar ljósi á helsta galla þessarar annars ágætu bókar. Það hlýtur að teljast hæpið að bjóða lesendum upp á bók sem, ef marka má orð höfundar sjálfs, er hálfgerð hrákasmíð. Gengur eiginlega ekki upp að senda frá sér bók ef ekki fylgir hugur máli. Innbyggð mótsögn og orðin túlkast því sem hæ-verskugrobb. Bókin rekur í stórum dráttum lífshlaup tveggja samtíðarmanna úr Reykjavík, jafnaldranna Guðbjörns Þórðarsonar og Eggerts Schevings. Eggert, sem höfundur augljóslega byggir á sjálfum sér, er sveimhugi. Flýtur með, lendir á þingi, verður ritstjóri fyrir tilviljun, er fótbolta- og félagsmálafrömuður með lágstemmt sjálfsmat. Guðbjörn, eða Búbbi, er hins vegar athafnaskáld með stóru A-i. Grósser af gamla skólanum. Ekkert lánast honum þó og ekki hleypur á snærið hjá Búbba eins og þeim Jóa í Gratís og Bjarnólfi sem á sínum tíma flæktist af illri nauðsyn með sitt hafurtask til Pétursborgar. Það þrátt fyrir að Búbbi hafi otað sínum tota og komið sér innundir hjá toppunum í samfélagi sem byggist á samansúrruðu og spilltu samtryggingarkerfi. Ellert á ótrúlega auðvelt með að varpa ljósi á þjóðfélagsgerðina í gegnum þessa fulltrúa stríðskynslóðarinnar og þróun sem orðið hefur: Frá spilltu og lokuðu klíkusamfélagi í átt til frjálsræðis, einkavinavæðingar og misskiptingar. Ádeilan er hárbeitt á stundum þó sett sé fram á „léttum" nótum. Eins og til dæmis þegar segir af því þegar Eggert skiptir um flokk. Fer úr Íhaldsflokknum og gengur til liðs við Breiðfylkinguna. Fremur þar með ófyrirgefanleg svik við málstaðinn um frelsi einstaklingsins. Því dyggir fótgönguliðar hins rótgróna flokkakerfis eiga ekki að bregða sér út af sporinu. Og ala þannig á ranghugmyndum kjósenda sem eru, þegar allt kemur til alls, meira í líkingu við sauðfénað en hugsandi verur. Fer á sína kró í kjörklefanum hvernig svo sem vindarnir blása. „Svoleiðis gera menn ekki í frjálsu þjóðfélagi og allra síst ef þeir eru talsmenn einstaklingsfrelsis og alls ekki ef þeir vilja hafa eitthvert gagn af frelsinu. Frelsið er þvert á móti fólgið í því að nýta sér frelsi til að skipta aldrei um skoðun og þegja þá um það ef það hendir. Frjálshuga menn umgangast ekki fólk sem er svo vitlaust að yfirgefa flokka sem berjast fyrir frelsi. Það eru svik við málstaðinn um frelsi einstaklingsins." (Bls. 142) Höfundur gerir sjálfum sér óleik með því að vísa til stórvirkja bókmenntasögunnar á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes, Góða dátann Svejk eftir Hasek og Bör Börsson eftir Falkberget. Þó ljóst megi vera að Ellert ætlar sér engan samanburð við þessa höfunda vekur hann engu að síður upp slík hugrenningatengsl með því að nefna þessar bækur. Á undan sinni samtíð er ekki á pari við þau meistaraverk. Ekki síst vegna hiks og þess að ekki er ekið með lesendur alla leið - sett meira kjöt á beinin. Því ekki vantar efniviðinn, bókin er stórskemmtileg og athyglisverð á köflum auk þess sem Ellert býr yfir liprum, rembingslausum og skemmtilegum stíl. Þegar hann dregur upp næstu bók ætti hann að stíga skrefið til fulls með það í huga að skop er dauðans alvara. Þriðja stjarnan er því sett hér fram í þeirri vissu að ekkert er því til fyrirstöðu að Ellert miði sig frekar við Hasek en hálfkæring á borð við Þá hló þingheimur, sagnamanninn Örn Clausen eða Lífsins melódí eftir Árna Johnsen - með fullri virðingu. Jakob Bjarnar Grétarsson
Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira