Nasdaq tryggir sig fyrir yfirtöku á LSE 30. nóvember 2006 06:15 Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur tryggt sig fyrir óvinveitta yfirtöku á Kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi. Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostnaði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lánabagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að LSE tók ekki tilboðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE. Viðskipti Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostnaði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lánabagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að LSE tók ekki tilboðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE.
Viðskipti Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira