Svínabændur uggandi 1. desember 2006 07:30 Danskir svínabændur eru uggandi um hag sinn eftir að Rússar hótuðu að banna innflutning á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu. Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. Danska dagblaðið Jótlandspósturinn segir ótta Rússa felast í því að sýkt kjöt geti borist frá löndunum tveimur til aðildarríkja Evrópusambandsins og þaðan til Rússlands. Til að koma í veg fyrir slíkt sé stefnt að því að banna innflutning á kjöti frá aðildarríkjum sambandsins. Danir óttast að ef ákvörðuninni verði framfylgt muni það koma harkalega niður á svínakjötsbændum. Sala á svínakjöti til Rússlands hefur stóraukist ár frá ári en hún nam 1,4 milljörðum danskra króna eða rúmlega 17 milljörðum íslenskra króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þá flytja Danir langmest út af svínakjöti til Rússlands miðað við önnur aðildarríki Evrópusambandsins en danska svínakjötið nemur um 19 prósentum af heildarmagninu á rússneska markaðnum. Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. Danska dagblaðið Jótlandspósturinn segir ótta Rússa felast í því að sýkt kjöt geti borist frá löndunum tveimur til aðildarríkja Evrópusambandsins og þaðan til Rússlands. Til að koma í veg fyrir slíkt sé stefnt að því að banna innflutning á kjöti frá aðildarríkjum sambandsins. Danir óttast að ef ákvörðuninni verði framfylgt muni það koma harkalega niður á svínakjötsbændum. Sala á svínakjöti til Rússlands hefur stóraukist ár frá ári en hún nam 1,4 milljörðum danskra króna eða rúmlega 17 milljörðum íslenskra króna á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Þá flytja Danir langmest út af svínakjöti til Rússlands miðað við önnur aðildarríki Evrópusambandsins en danska svínakjötið nemur um 19 prósentum af heildarmagninu á rússneska markaðnum.
Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira